félagsmiðstöðin Garðalundur 

Dagskrá og helstu viðburðir 

Fréttir

Ef þú ert barn og hefur orðið fyrir ofbeldi eða hefur orðið vitni af ofbeldi skaltu ýta á græna hnappinn og senda tilkynningu til barnavernd Garðabæjar. 
Ef þú villt skoða viðbrögð Garðalundar um óæskilega og óviðeginadi hegðun er hægt að lesa allt um hana og koma með ábendingar hér.


Sumardagskrá

14.06.2024
Sumardagskrá Garðalunds fyrir sumarið er komin út. Við erum í útihúsi númer 2 við Garðaskóla núna í sumar. Allir velkomnir fæddir 2008-2011. 

Sumaropnanir

12.06.2024

Opið verður í júní og út júlí hjá félagsmiðstöðvunum í Garðabæ.

Skipst verður á að halda opnanir og er þannig opið 1 sinni í viku í hverri félagsmiðstöð fyrir sig eða fjórar opnnir í hverri viku.

Haldin verður fjölbreytt dagskrá sem má fylgjast með hér á heimasíðu Garðalundar og/eða skrá sig í sumarstarfið á https://www.abler.io/shop/gardalundur og fá tilkynningar um hvað er að gerast í hverri viku.


Sumarhátíð

12.06.2024

Í kvöld er sumarhátíð í Garðalundi, það verða hoppukastalar, Grill, íspinnar og allskonar skemmtilegheit. Kíkið við og höfum gaman saman :)

Snekkjuferð 10. bekkjar

31.05.2024

Snekkjuferðin mikla er á morgun, laugardaginn 1. júní en það hefur verið aðeins tvísýnt með veðrir á morgun svo ég hef verið í sambandi við reyndann skipstjóra og fyrirtækið sem fer með okkur (Reykjavík seatrips), ásamt því að fylgjast með veðrinu.

Það stefnir í að það verði ágætis veður hjá okkur á morgun og batni bara sem líður á daginn svo við stefnum á að fara í ferðina að öllu óbreyttu. Ég mun halda áfram að fylgjast með og mun láta vita ef við þurfum að gera breytingar því enginn er spenntur fyrir því að veltast um í leiðinda veðri.

Það verða rútur frá Garðaskóla sem leggja af stað 18:15 og einnig til baka að sjóferð lokinni.

Það er valkvætt að koma í rútu inn í Reykjavík en það er skylda að fara með rútunum til baka nema við fáum skilaboð frá forráðafólki um aðrar ráðstafanir.

Snekkjan fer af stað klukkan 19:00 svo þeir sem ætla koma sér sjálfir á staðinn þurfa að vera mættir fyrir þann tíma á Ægisgard 5b, 101 Reykjavik (gömlu höfnina í Reykjavík).

Sjá nánar um staðsetningu hér: https://seatrips.is/location/

Sjáumst káta og hress á morgun 😊


Árshátíð Garðaskóla

27.05.2024

Árshátíð Garðaskóla verður fimmtudaginn 30. Maí en hún verður með breyttu fyrirkomulagi í ár.

10. bekkur

10. bekkur mætir kl. 17:45 en matur hefst kl. 18:00. Kristján Kokkur mun sjá um að elda fyrir þau Kalkún í aðalrétt með kartöflugratín, gulum baunum og salati. Við verðum með eitthvað létt nasl í forrétt og fordrykk og svo eitthvað sætt í eftirrétt.

Við biðjum ykkur um að láta 10. bekk fara inn á https://www.abler.io/shop/gardalundur og skrá sig í matinn. Maturinn er 10. bekkingum að kostnaðarlausu en kemur í stað jólahátíðarmatsins sem hefur verið hefð fyrir.

Einnig bið ég ykkur um að safna saman ef einhverjir eru með sérþarfir og senda mér skilaboð með þeim upplýsingum.

8. – 9. bekkur

Fyrir 8. og 9. bekk er mæting kl. 19:00 en kl. 19:20 verður sýnt árshátíðarmyndband og kennaraspaug. Mæting er í Garðaskóla og verður þetta sýnt í Gryfjunni.

Þegar búið er að sýna myndböndin verður farið yfir í Ágarð þar sem verður heljarinnar ball.

Við hvetjum ykkur til að standa að smá fyrirpartý með ykkar bekkjum og er hægt að fá stofur lánaðar til þess eða hvetja þau til að bjóða heim til sín.

Þemað á ballinu er svona Grímu (mascarade) mafíu þema og verður hægt að versla grímur í Garðalundi.

Miðinn á ballið kostar 3500kr og fer sá peningur bara í að greiða ballið ekki í matinn fyrir 10. bekk. 

Matur 10 bekkjar er greiddur af skólanum í staðinn fyrir jólamat sem hefur verið hefð fyrir.

Með þessu er miðaverð á árshátíð að lækka um 2000kr frá síðasta ári fyrir allan hópinn.


Samfestingurinn 2024 # 3.- 4. maí

08.04.2024

Sæl og blessuð öll sömul. Í dag verður hægt að kaupa miða á Samfestinginn. Hægt er að velja um það að fara á Ballið og söngkeppnina eða annaðhvort.

Miði á söngkeppnina kostar 7000kr.- og inniheldur aðgang að ballinu og rútu.

Það er skilyrði að allir komi með rútunni á ballið og fari með henni heim.

Hist er í Garðalundi kl 17:00 þar sem farið verður yfir reglur á ballinu, hvar rútan leggur og verður staðsett eftir ball. Þar verður úthlutað armböndum og framkvæmt leit í farangri/fatnaði áður en farið er í rúturnar.

Fyrir þá sem ætla sér að fara á söngkeppnina þá verðum við með rútu frá Garðaskóla en ungmennin sjá sjálf um að koma sér heim að söngkeppni lokinni. Tímasetning verður auglýst síðar.

ATH í ár hefur Samfés gefið það út að ekki verði endurgreiddir miðar sem er búið að greiða fyrir nema gegn læknisvottorði svo þegar þið eruð búin að ganga frá greiðslu þá verður ekki hægt að biðja um endurgreiðslu frá Garðalundi heldur þarf að hafa samband við Samfés og senda þeim læknisvottorð og biðja um endurgreiðslu í gegnum Samfés. samfes@samfes.is

Varðandi miðasöluna að þá er ég búinn að setja inn á markaðstorg Garðalundar í Abler appinu og í búðinni okkar á https://www.abler.io/shop/gardalundur/1 inn tvo viðburði, ball og söngkeppni en miðasalan opnast á netinu kl 19:00 í dag á sama tíma og Garðalundur opnar. Allir sem mættu á fræðslu fá miða.

Þeir sem ekki hafa náð að ljúka báðum fræðslum í síðustu viku hafa tækifæri til að mæta í dag og klára fræðsluna sem þau eiga eftir til að fá að fara á Samfestinginn og Verður hægt að koma kl 17:00 í fræðslu.

Ef þið hafið einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband 😊


DAgskrá fyrir apríl

1.4.2024

Hér kemur dagskráin fyrir apríl. Fullt að gerast.

DAgskrá fyrir mars

28.2.2024

Hér kemur dagskráin fyrir mars.

Lokað í Vetrarfríi

16.2.2024

Garðalundur er lokaður í vetrarfríinu. Njótið frísins.

Opnum aftur mánudaginn 26. febrúar sjáumst hress og kát.

dagskrá fyrir febrúar

6.2.2024

Febrúar kominn. Hérna er dagskrá febrúars.

Peysur og Buxur merktar garðaskóla

24.1.2024

Nú er félagsmálavalið byrjað að taka við pöntunum á peysum og buxum merkt Garðaskóla og stendur öllum til boða að mæta í Garðalund á opnunartíma félagsmiðstöðvarinnar og máta fatnaðinn.

Gallinn kostar 15.000kr.- (buxur 6500kr og peysa 8500kr). 

Pantað er svo í gegnum Sportabler búðina okkar hér.

Peysur og Buxur merktar garðaskóla

24.1.2024

Nú er félagsmálavalið byrjað að taka við pöntunum á peysum og buxum merkt Garðaskóla og stendur öllum til boða að mæta í Garðalund á opnunartíma félagsmiðstöðvarinnar og máta fatnaðinn.

Gallinn kostar 15.000kr.- (buxur 6500kr og peysa 8500kr). 

Pantað er svo í gegnum Sportabler búðina okkar hér.

Stíll Hönnunarkeppni og danskeppni samfés

09.01.2024

Garðalundur í janúar

05.01.2024

Gleðilegt ár allir.  Janúar kominn og dagskrá er ekki af verri endanum hjá okkur.

FJáröflun fyrir skólaárið 2023-2024

07.12.2023

Nú er komið að því!

Við ætlum að fara af stað með fyrstu fjáröflun ársins!


Fyrsta fjáröflunin sem við setjum af stað þetta skólaárið verður gerð í samvinnu við Dufland sem er heildsala sem flytur inn alskyns vörur.


Við fáum frá þeim fyrir þessa fjáröflun nýja gerð

af þvottaefni sem hefur verið að aukast í vinsældum á íslenskum markaði, ilmkúlur fyrir þvottavélina, mýkingarefni og auðvitað kveikjara fyrir jólin.


Hér er listi yfir vörurnar og hlekkir til að lesa betur um þær en öll þessi efni koma í umhverfisvænum pakkningum gerðar úr pappa. 


Vörurnar sjálfar innihalda

ekkert plast og eru umhverfisvænar og innihalda ekki dýraafurðir og  prufa ekki á dýrum.


Ýtið á þær vörur sem þið viljið skoða og hlekkurinn fer með ykkur neint inn á Dufland.isSLC - Fresh Linen Laundry Sheets (Þvottaefni) 

SLC - Free and Clear Laundry Sheets (Þvottaefni)

SLC - Sandbar Ilmkúlur

SLC - Seabreeze Ilmkúlur

SLC - Sandbar Fabric Softener Sheets

SLC - Seabreeze Fabric Softener Sheets

Atomic Flameboy Barbeque kveikjari


Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt geta lesið lengra um hvernig þátttakan fer fram Hér.

Stráka- stelpu- stálp kvöld, peysur, og fjáröflun fyrir komandi viðburðir.

28.11.2023

 

Næstu stóru viðburðir í Garðalundi eru stráka/stálp nótt sem verður föstudag 1.des n.k.  Það þarf að greiða inn á þann viðburð 3500 kr. Innifalið í því er pizza og lasertag. Inn á Sportabler hefur verið stofnaður viðburður og greiðslugátt.

Stelpu/stálp kvöld verður svo haldið þann 15.des n.k. Það er líka viðburður sem þarf að greiða inn á. Ekki er komið endanlegur kostnaður fyrir þann viðburð og gæti sá kostnaður orðið sá sami og fyrir stráka/stálp nóttina.

Í desember verður hafin mátun og sala á Garðaskóla fatnaði líkt og síðustu ár en áætlaður kostnaður verður á bilinu 10-15. þúsund fyrir heilgalla.

Í næstu viku ætlum við að fara á stað sem fjáröflun, sendur verður póstur nánar um hana eftir helgi. Fjáröflunin er hugsuð til að standa straum af komandi viðburðum og kaupum á fatnaði.

Við viljum að allir geti tekið þátt í þeim viðburðum og öðru sem við gerum, þess vegna erum við að setja af stað fjáröflun á þessum tíma punkti og hvetjum alla til að taka þátt í henni. Einnig bendum við á að hægt er að hafa samband við okkur ef fjölskyldur þurfa aðstoð vegna greiðslu eða þátttöku í viðburðum.


Stráka/stálp- kvöld 1. - 2. des

28.11.2023

Föstudaginn 1. des ætlar félagsmálaval Garðalundar að standa fyrir stráka/stálp gistinótt.

Nóttin er hugsuð sem rafíþrottanótt en einnig verður Skemmtigarðurinn úr Grafarvogi með Lazertag milli 23:00 og 01:00.

Pantaðar verða pizzur sem koma upp úr 23:00 og farið verður í Hagkaupsferð þegar lazertagið er búið.


Verð fyrir nóttina er 3500kr og er pizzan og lazertag innifalið í verðinu.

Skráning á viðburðinn fer fram inn á sportabler.

Eins og alltaf eru orkudrykkir bannaðir en annað nesti, til dæmis snakk, nammi, samlokur og gos er í lagi. Um kvöldið verða pantaðar pizzur, og einnig verður farið í Hagkaupsferð yfir nóttina. 

Gott er að taka með sér dýnu og svefnpoka eða teppi til að leggja sig. 

Það sem þarf að taka með sér: 

- Sína eigin tölvu, skjá eða sjónvarp

- Símar eru ekki tölvur og tveir geta ekki deilt sömu tölvunni

- Lyklaborð og mús/controler eða fjarstýringar

- Fjöltengi

- Netsnúra og aðrar nauðsynlegar snúrur

- Það er einnig sniðugt að koma með góðan stól, þar sem stólarnir sem við bjóðum upp á eru ekki þægilegir til lengri tíma. 

Reglur: 

- Engir orkudrykkir

- Vera búin að updatea alla leikina 

- Ekki fikta í tölvum annarra

- Almenn kurteisi og gott skap 😊 

- Tölvuleikjamót = 90% af tímanum fer í tölvuleikjaspilun

- Lan er hugsað sem vettvangur fyrir þá sem vilja hittast og spila saman. 

Leikfélag Garðalundar kynnir High School Musical.

24.11.2023 (uppfært, 26.11.2023)

Sýningar hefjast um helgina en leikfélagið hefur verið að vinna að uppsetningu söngleiksins síðan í sumar og hefur mikil og góð vinna farið í söngleikinn.

Miðasala er hafin og fer fram  í gegnum Sportabler  (shjá hlekk hér að neðan).

Einnig er hægt að nota QR kóðann á auglýsingunum til að fara beint á sölusíðuna eða leita að Garðalundi á markaðstorgi Sportabler.

Miðaverð er 2200kr fyrir 16 ára og eldri  en 1500 fyrir 15 ára og yngri og frítt fyrir börn sem deila sæti með forráðafólki.

Þetta er skemmtileg sýning sem hentar öllum aldurshópum og hvetjum við alla til að festa kaup á miðum sem fyrst því það eru aðeins fimm sýningar sem er töluvert minna en hefur verið síðustu ár.

Ýtið hér til að fara á sölusíðu Sportabler.

Garðalundur í Nóvember

02.11.2023

Nóvember er genginn í garð og bíður okkar hörkuskemmtileg dagskrá!

Lokanir í Garðaskóla! 😔

23.10.2023

Þessa viku verður kennsla felld niður í Garðaskóla á meðan verið er að endurskipuleggja stofur og kennsluaðferðir.

Upp kom smávegis á efri hæð skólans sem veldur því að ekki er hægt að nýta stofur til kennslu.

Góðu fréttirnar eru að Garðalundur verður ekki fyrir neinum stórvægilegum áhrifum af þessu og heldur því dagskrá okkar ótrauð áfram. 😀

október Dagskrá

03.10.2023 

Hér er kominn dagskrá fyrir október fyrsta ballið og draugahús :)


September Dagskrá

01.09.2023 uppfært 06.09.2023

Hér er kominn snilldar dagskrá frá félagsmálavalinu fyrir september :)

Garðalundur færist yfir á sportabler

29.08.2023

Garðalundur er að byrja nota Sportabler fyrir þjónustuna sína.

Þetta gerum við til að auðvelda okkur að eiga samskipti við hópa og einstaklinga sem eru að taka virkan þátt í starfinu.

Einnig sjáum við tækifæri í að auðvelda forráðafólki og nemendum að greiða fyrir viðburði yfir árið.

Hér er hlekkur á sjoppuna okkar þar sem allir geta skráð sig í Garðalund.

https://www.sportabler.com/shop/gardalundur/

Velkomin nýir og gamlir nemendur!

24.08.2023

Já velkomnir nýjir og gamlir nemendur. 

Við í Garðalundi erum ekkert smá spennt fyrir þessu skólaári. Við erum búin að setja saman allgjört landslið í Félagsmálavali sem hefur það að markmiði að gera þetta að einu svakalegasta skólaári allra tima og er starfsfólk Garðalundar með allt á hreinu.

Áður en hefðbundin starfsemi fer af stað munum við samt sem áður fá til okkar 8. bekkinga á kynningarkvöld í félagsmiðstöðina ásamt foreldrum þeirra en hefst hefðbundin starfsemi að þeim loknum eða mánudaginn 4. september.

Á þessum kvöldum verður farið yfir þær reglur og viðburði sem þau mega hlakka til yfir veturinn, starfsfólk kynnt fyrir þeim og félagsmálavalið verður með smá kynningu á sér.

Þetta kvöld viljum við fá alla foreldra til að koma og láta sjá sig því farið verður yfir mikilvæga hluti eins og hvernig á að skrá nemendur í viðburði, kostnað sem má búast við yfir árið, fjáraflanir og fleira mikilvægt.

Sá bekkur sem hefur bestu mætinguna mun svo fá pizzaveislu í verðlaun í vikunni eftir kynningarkvöldin og er þá tekið hlutfall barna sem mættu plús kennara og fjölda foreldra.

Bekkjarkvöldin verða vikuna 28. -  1. september og hefjast klukkan 19:00.

Mánudagur: 8. BRB og 8. EE

Þriðjudagur: 8. MJ og 8. RS

Miðvikudagur: 8. KH og 8. GHÁ

Fimmtudagur: 8. GRG og 8. HLG

Föstudagur: 8. HB

mbkv
John Bond
Forstöðumaður Garðalundar

Dagskrá í maí

11.05.2023Það gleymdist víst að setja þetta hér inn en hér er þetta :)

Árshátíð Garðaskóla

18.04.2023

Árshátíð Garðaskóla verður haldinn föstudaginn 21. apríl og er 80 prósent nemanda búnir að kaupa sér miða. 

Miðasalan átti að klárast í dag en mun verða í hádeginu á morgun líka þar sem ekki var nægur tími í hádeginu til að koma öllum að.

Einnig er hægt að fara inn á felagsmidstod.gardabaer.is og kaupa miðann þar.

Árshátíðin verður haldin í stóra íþróttasalnum í Ásgarði en húsið opnar 18:30 og byrjar maturinn kl 19:00.

Á meðan maturinn stendur yfir fáum við nemendur til að sýna hæfileika sýna svo sem dans og söng.

Maturinn endar svo á árshátíðarmyndbandi sem nemendur hafa staðið saman að og byrjar ballið að því loknu.

Á ballinu munu koma fram skóla DJ-ar, Aron Can og Páll óskar.

Ballið er búið 22:30 og verður boðið upp á rútur fyrir þá sem vilja nýta sér það.

Okkur er umhugað um að árshátíðin eins og allir viðburðir hjá okkur gangi vel fyrir sig og allir upplifi sig í öruggu umhverfi og minnum við á að það er ekki leyfilegt að hafa með sér eða neyta áfengis, nikótín, tóbaks eða annarra vímugefandi efna. Kveikjarar tússlitir og öll vopn eru eins bönnuð og er allt ofbeldi litið alvarlegum augum og stranglega bannað. Þegar ungmennin koma á árshátíðin er gengið niður í íþróttasal þar sem er leitað á öllum nemendum til að koma í veg fyrir að munir eins og þessir hafi komið með einstaklingum.
Brot á þessum reglum getur varðað brottvísun af viðburðinum.
Ef upp koma vandamál þar sem starfsmenn þurfa grípa inn í er haft samband heim og foreldrar beðnir um að sækja viðkomandi.
Nánar um reglur félagsmiðstöðvarinnar er hægt að lesa hér á heimasíðunni okkar.

Rútuleið: Farið verður tvær leiðir með rúturnar, önnur fer Arnarnesið, Sjálandið og Álftanes hin fer Upp í Hnoðraholt og Urriðaholt.


Árshátíð og Samfestingurinn

11.04.2023

Sæl öllsömul og velkomin til baka úr páskafríinu.

Það er margt að gerast hjá okkur í vikunni, dagskráin okkar kemur eins og venjulega inn á Instagram, verður auglýst á skjánum okkar og fer inn á heimasíðuna. www.Gardalundur.is Það sem stendur hæst er að við byrjum að selja miða á árshátíðina auk þess sem skráning á Samfés byrjar líka í vikunni.

Félagsmálavalið hefur verið upptekið síðustu vikur við a skipuleggja, panta, mat og skemmtikrafta. Þau munu senda út auglýsingar með öllum upplýsingum á Instagram og ég mun setja það inn á heimasíðuna okkar.
Miðinn á Árshátíðina kostar 5500kr og er í því matur og skemmtun um kvöldið. Árshátíðin er föstudaginn 21. apríl.

Samfestingurinn sem er söngkeppni Samfés og Samfés ballið er haldið 5. maí (ballið) og 6. maí (söngkeppnin).

Þar sem skráningin á árshátíð og samfestinginn lendir á sömu viku bjóðum við að skrá á samfestinginn og greiða miðann 2. maí.

Það er alltaf slegist um miðana á Samfestinginn þar sem við fáum aðeins 110 miða en til að reyna gæta jafnræðis að þá eru miðunum skipt niður fyrsta daginn í sölu 30 fyrir 8. bekk, 30 fyrir 9. bekk og 50 fyrir 10. bekk. Ef þeir seljast ekki upp í einhverjum árgangi þennan dag þá verða þeir lausir fyrir hina árgangana. Einnig hafa þeir forgang á kaup á miðum sem hafa áhuga á að fara á söngkeppnina og styðja keppandann frá okkur þar.

Á morgun verður hægt að koma og skrá sig á samfestinginn fyrir þá sem ætla vera ís tuðningsteyminu og fara á söngkeppnina. Á fimmtudag og föstudag opnar svo skráningin fyrir þá sem vilja bara fara á ballið.


Mars Dagskrá


SKíðaferð, fjáröflun og Peysur

20.02.2023

Skíðaferð

Nú er skráningu í skíðaferðina lokið hjá 9. og 10. bekk en samtals eru um 300 nemendur skráðir í ferðirnar sem eru um það bil 3/4 af nemendafjöldanum.

Fyrir þá sem ofgreiddu eða eiga vona á endurgreiðslum af einhverjum sökum þa´ætti það að berast á næstu dögum en þeir sem ætla taka þátt í fjáröflun þurfa skoða póstinn sem var sendur á alla í dag.

Fjáröflun

Búið er að senda á alla sem eru skráðir í skíðaferð 10. bekkjar upplýsingar um fjáröflun og hafa þeir sem ætla að taka þátt í því tækifæri út vikuna til að selja eins mikið af sokkum og hægt er. 

Peysur

Í vikunni verður peysumátun bæði á skólatíma og kvöldin í Garðalundi en til að fá peysur fyrir skíðaferðirnar þurfa allir að hafa lokið við að máta og velja sér peysu og/eða buxur í síðasta lagi í hádeginu á föstudaginn.

Allar nánari upplýsingar má sjá í pósti sem fór á alla foreldra og ungmenni í skólanum.

Hægt er að greiða í posa á staðnum, á felagsmidstod.gardabaer.is.

Við gerum okkur fulla grein fyrir að það er búið að vera mikið af útgjöldum í byrjun ársins og þessvegna hvetjum við ykkur tila að vera í sambandi ef einhver lendir í vandræðum.

Treyjuball 8. febrúar

07.02.2023

Á morgun verður fyrsta ball ársins 2023 haldið en í dag er næstsíðsti séns til að ná sér í miða. miðasölunni líkur í hádeginu á morgun og verður hægt að næla sér í miða í Garðalundi.

Þemað er Íþróttatreyjur en þeir sem eiga ekki eða vilja ekki vera í treyjum mæta bara í því sem þeim líður vel í.

Eins og áður verður fatahengi á staðnum.

Leitað er við innganginn áður en farið er inn í sal.

öll neysla áfengis, tóbaks, nikotín og orkudrykkja er bönnuð en við munum selja drykki og vera með sjoppu á staðnum.


Skíðaferð 10. bekkjar

Farið verður í skíðaferð 8. - 10. mars til Akureyrar og er skráning í ferðina hafinn. Skráningu lýkur svo laugardaginn 11. mars.

Í ferðinni er allt innifalið nema hádegismatur sem ungmennin útvega sér sjálf en í skjali sem var sent á foreldra/forráðafólk og ungmenni má finna allar jhelstu upplýsingar um ferðina. einnig má nálgast þær upplýsingar hér.


Skíðaferð 9. bekkjar

Farið verður í skíðaferð 8. - 9. mars í Bláfjöll og er skráning í ferðina hafinn. Skráningu lýkur svo laugardaginn 11. mars.

Í ferðinni er allt innifalið nema hádegismatur sem ungmennin útvega sér sjálf en í skjali sem var sent á foreldra/forráðafólk og ungmenni má finna allar jhelstu upplýsingar um ferðina. einnig má nálgast þær upplýsingar hér.


Dans og hönnunarkeppni Samfés

27.01.2023

Sæl öll nú er tvær risa keppnir í Fatahönnun og Dans ný afstaðnar og áttum við ekkert smá flotta fulltrúa á þeim báðum.


Danskeppni Samfés

Fyrir þá sem misstu af Danskeppninni að þá er hægt að horfa á hana í heild sinni á UngRúv „ Dansskeppni-Samfés“  en við áttum 2 lið og einn keppanda í einstaklingskeppninni.


Liði 1 – voru með atriðið Toxic en það voru þær Snædís Gróa í 7. bekk, Flataskóla, Ísabella Wage Castillo í 8. BJ og Álfrún Una Jóhannsdóttir í 8. HBG sem fluttu geggjaðan dans sem má sjá á mínútu 7:56.

Lið 2 – Voru með atriðið War en það voru þær Brynja Hlín Björgvinnsdóttir og Anna Margrét Jónsdóttir báðar í 8. RPS sem fluttu þá snilld fyrir okkur og má finna þær á mínútu 17:45.

Síðast en ekki síst var það hún Ylfa Blöndal Egilsdóttir sem flutti hellað flotta atriðið I‘m Tired og má sjá það á mínútu 35:10.

Það er enginn smá heiður og forréttindi að hafa svona flott ungmenni hjá okkur og eiga þau öll stórt hrós skilið fyrir það eitt að taka þátt í keppninni en ofaná það þá hreppti hún Ylfa annað sæti í einstaklingskeppninni og Ísabella, Álfrún og Sædís  hrepptu þriðja sætið í hópakeppninni.

Stíll - Hönnunarkeppni Samfés

Því miður er ekki hægt að horfa á upptöku af tískusýningunni líkt og danssýningunni en töluvert af myndum er hægt að skoða á Facebook síðu Samfés og Instagram.

UngrRúv tók einnig viðtöl við þátttakendur og má búast við einhverju efni þar við okkar hópa. Eins og er erum við búin að stilla upp sýningu á sviðinu fyrir framan Gryfjuna og er sjálfsagt að kíkja við og skoða kjólana/fötin og hönnunarmöppurnar hjá hópunum en stefnan er að sýna þá einngi við tækifæri á almennari stað.

Í uppstillingunni eru 5 hannanir frá þremur hópum en í ár voru 2 nýir hópar sem náðu geggjuðum árangri á mótinu og svo 1 hópur sem var að taka þátt í þriðja sinn og sýna þeir hversu hæfileikaríka einstaklinga við höfum hér í skólanum.

Þemað í keppninni í ár var Gilded Glamour.

En hóparnir eru búnir að vera vinna að sinni hönnun í valfagi skólans frá byrjun skólaársins, haustið 2022 undir handleiðslu Eyrún Birnu handmenntakennara.


Hópur 1 Ninja Kristín Logadóttir, Rannveig Edda Aspelund og Védís Lilja Jónsdóttir, allar í 9. RA tóku þátt í fyrsta sinn þetta árið. Þær unnu saman að verkefninu og enduðu með fallega hönnun sem líkir eftir Svan. Hún Ninja var módel á tískusýningunni og unnu þær verðlaun fyrir bestu hönnunarmöppuna.

Hópur 2 (útstilling lengst til hægri) Hildur Nanna Halldórsdóttir, Andrea Ýr Fjölnisdóttir og Arna María Eiríksdóttir, allar í 9. SSH tóku einnig þátt í sitt fyrsta sinn og unnu saman að stórglæsilegri hönnun sem hlaut ekki aðeins 3. Sæti í keppninni en fékk einnig verðlaun fyrir besta hárið. Hún Andrea Ýr var módel á tískusýningunni.

Hópur 3 (3 útstillingar milli hina tveggja) Arna Sara Guðmundsdóttir, Ragnhildur Elva Kjartansdóttir og Iðun Björnsdóttir, allar í 10. GRG tóku þátt í sitt þriðja sinn þetta árið. Árið 2021 var Sirkus þema og fékk hönnun þeirra fyrsta sæti í keppninni á frumraun þeirra. 

Árið 2022 var geimurinn þemað og hrepptu þær annað sætið það árið. 

Í ár var Gilded Glamour og þrátt fyrir að eiga „að mínu mati“ eina af flottustu hönnunum þetta árið að þá komust þær ekki í verðlaunasæti.

En það verður að segjast að þessi hópur hefur náð frábærum árangri og staðið sig ótrúlega vel þessi þrjú ár og verður saknað þegar hann útskrifast í lok skólaársins. 

Ég er ekkert smá stoltur af þeim og auðvitað öllum þremur hópunum og nú bíðum við bara spennt eftir að heyra hvað þemað verður fyrir næsta ár 😊

Dagskrá í Janúar

04.01.2023

Opnunartími Garðalundar er frá 19:00 - 22:00 á þeim kvöldums em er opið.

Því miður eru nokkrar lokanir í þessum mánuði þar sem það hittir svo á að tvo föstudaga eru starfsmenn með skipulagða fræðslu en þriðjudaginn 17. jan bætum við í opnunina og fjölgum nördaklúbbskvöldunum svo þar eftir verða tvö í hverri viku, þriðjudaga og fimmtudaga.

Gleðilegt nýtt ár!

03.01.2023

Gleðilegt nýtt ár nemendur, foreldrar og aðrir sem kunna að fylgjast með því sem gerist í Garðalundi :) 

Starfsemi Garðalundar mun byrja að nýju á morgun, miðvikudaginn 4. janúar 

Í dag hittist félagsmálavalið á fyrsta fundi ársins og byrjaði að skipuleggja fyrstu viðburðina og er mikil stemning fyrir nýja árinu.

Í kvöld verður fyrsti starfsmannafundurinn og erum við að fara ræða þær breytingar sem munu verða á starfsemi Garðalundar þessa vorönn sem er að hefjast og dagskrá í janúar.

Það sem ber helst að nefna er að Nördaklúbburinn mun bæta við opnun á þriðjudagskvöldum svo það opnast pláss fyrir en fleiri að taka þátt í rafíþróttaklúbbnum og spunaspilum, og/eða fyrir þá sem vilja meira en eitt kvöld til að koma oftar.

Við ætlum einnig að fara af stað með fleiri gerðir af klúbbum en þeir munu byrja fara af stað á næstu vikum og verða allar breytingar auglýstar þegar að þeim kemur.

Næstu viðburðir sem eru komnir á dagskrá má sjá hér að neðan og vonum við að sem flestir taki þátt.

Hægt er að skoða nánar um dans og söngkeppnina ef ýtt er á tilheyrandi hlekk efst á síðunni.

Nánari dagskrá fyrir kvöldin okkar mun koma á morgun eftir að við fundum saman í kvöld.

Jóla Rave - Aflýst!!!

06.12.2022

Sæl, kæru foreldrar nú styttist í jólafrí í skólanum og Garðalundi en það er pökkuð dagskrá hjá okkur næstu daga þar á meðal ball miðvikudaginn 14. des. Húsið opnar 19:45, lokar 20:30 og ballinu lýkur 22:00

Fram koma Ingi Bauer og Aron Can ásamt skóla DJ.

Miðar verða seldir í hádeginu í Garðalundi, fimmtudag til þriðjudags en allir þurfa vera búnir að ná sér í miða í síðasta lagi á þriðjudaginn 13. Des.

Garðalundur tekur ekki við seðlum en fyrir þá nemendur sem hafa ekki kort til umráða geta foreldrar farið inna á felagsmidstod.gardabaer.is og keypt miða.

Hægt verður að fá endurgreitt fram að hádegi miðvikudaginn 14. des ef einhverjir skrá sig en skipta um skoðun.

Miðvikudaginn 14. des verður svo afhent armbönd til þeirra sem eru skráðir í garðalundi fram yfir hádegismat.

Á öllum böllum í Garðalundi er leitað á ballgestum þegar þeir koma í Garðalund en þetta er gert til að sporna við áhættuhegðun svo sem drykkju, veip eða vopnaburði og hefur gengið ótrúlega vel hjá okkur að halda viðburði nánast áfallalaust og teljum við þetta ásamt góðri mönnun vera lykilatriði í því. Við neyðum aldrei neinn til að afhenda töskur, úlpur eða leifa okkur að þreifa á vösum en aðgangur á viðburðinn er háður þessu samþyki.

Til að sporna við sömu hlutum er ekki í boði að fara útaf af ballinu og koma aftur inn.

Ballinu lýkur kl 22:00 og teljum við ekki þörf á að hringt sé heim ef einhverjir vilja fara fyrr út en venjan er að þegar viðburðir fara fram yfir útivistartímann gerum við það.

Fatahengi verður á staðnum en ekki er hægt að ábyrgjast verðmæti.

Boðið verður upp á rútu fyrir þá sem vilja fá far nær heimilinu að ballinu loknu og má sjá áætlun á hvert hún fer í viðhengi.


Dagskrá í desember


Það er þétt dagskrá hjá okkur í desember. 


Litla Hryllingsbúðin

18.11.2022

Söngleikurinn Litla Hryllingsbúðin fer í sýningu sunnudaginn 20. nóvember en frumsýningin verður frátekin fyrir fjölskyldur þeirra sem koma að söngleiknum.

Miða á aðrar sýningar er hægt að nálgast í gegnum hlekkinn: https://fienta.com/litla-hryllingsbudin
eða skanna QR kóðann sem er á auglýsingunni hér að neðan.

Opnað verður hálftíma fyrir sýningu og verður sjoppa á staðnum.

Draugahús Garðalundar

14.10.2022

Draugahús Garðalundar verður haldið föstudaginn þann 18. nóvember n.k. Þetta er gríðarlega vinsæll viðburður þar sem krakkar úr 9. og 10. bekk gera allan Garðaskóla að draugahúsi. Aðgangseyrir er 500 kr og hægt verður að greiða með posa eða í gegnum felagsmidstod.gardabaer.is. 

Hinsegin Félagsmiðstöð

10.11.2022

Rafíþróttamót (Lan)

17.10.2022

Föstudaginn 21. október verður haldið Lan í Garðalundi. 

Pláss er fyrir 90 ungmenni úr 8-10. bekk Garðaskóla og gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær.

Skráning fer fram í gegnum felagsmdistodvar.gardabaer.is

Reglur félagsmiðstöðvarinnar gilda að sjálfsögðu á viðburðinum en þær má skoða betur hér á síðunni okkar.

Það sem þarf helst að minna á er að orkydrykkir eru ekki leyfðir!

Það þurfa allir að taka með sína eigin tölvu, tölvuskjá, mús, lyklaborð, heyrnatól (bannað að vera með hátalara), netsnúru og aðra kapla til að tengja tölvuna við rafmagn og net.


fORVARNAVIKA 

Í tilefni forvarnaviku Garðabæjar 2022 þar sem þemað er ,,samvera'' og ,,foreldrahlutverkið'', ætlum við í Garðalundi að bjóða foreldrum í félagsmiðstöðina þann 12. október. 

Við ætlum að fara í skemmtilega leiki og njóta samverunnar í Garðalundi. Sá bekkur sem kemur með flesta foreldra með sér vinnur pizzaveislu. 

Opið er 20:00-22:00 og eru foreldrar og nemendur velkomnir hvenær sem er á þeim tíma. 


október í garðalundi


Rave ball í bláa sal 


 

Í kvöld er fyrsta ball vetrarins! Ballið byrjar 20:00 og byrjum við að hleypa inn í húsið rétt fyrir 20:00. Húsinu verður svo lokað 20:30 og ekki hægt að komast inn eftir það. Ballið verður haldið í Bláa salnum í Ásgarði og gengið verður inn að aftan Fatahengi verður á staðnum þar sem hægt verður að hengja úlpur en vildi vekja athygli á því að við berum ekki ábyrgð á verðmætum barnanna.

Ballið mun svo klárast um 22:15 og húsinu lokað 22:30.

Hlökkum til að eiga geggjað kvöld saman!RAveball, bolakvöld og stemming í garðalundi 

Miðvikudaginn 21. september munum við halda fyrsta ball ársins. Ballið verður haldið í Bláa salnum í Ásgarði og gengið verður inn að aftan. Ballið mun byrja 20:00 og verður til 22:30. Miðasala fyrir ballið byrjar í lok vikunnar og verður hægt að kaupa miða í Garðalundi í hádegismat. 

Fram koma Daniil og DJ Dóra Júlía ásamt DJ frá skólanum. 

Miðaverð er 1500 krónur. 

Bolakvöldin 

Vikuna fyrir ballið, mun Garðalundur standa fyrir Bolakvöldum. Hægt verður að kaupa hvíta boli og RAVE málningu og mála boli fyrir ballið. 

Á mánudeginum verður opið fyrir 8. bekk

Á miðvikudeginum verður opið fyrir 9. bekk

Á föstudeginum verður opið fyrir 10. bekk 

Opið verður frá 19:00-22:00 en skipt verður upp í þrjú holl.
19:00
20:00
21:00
Hægt verður að mæta á heila tímanum og frá krakkarnir u.þ.b. 40 mín til að gera boli. 

Bolurinn kostar 1000kr og málning 300kr. 

Garðalundur opnar
Mánudaginn 5. september

31.08,2022

Núna eru 8. bekkjar kvöldin að klárast og erum við orðin mjög spennt að byrja hefðbundna starfsemi.

Mánudaginn 5. september verður opið hús ásamt þess að það verður kynning á söngleiknum.

þessa viku verður opið mánudag og miðvikudag en á fimmtudag og föstudag fara starfsmenn á Starfsdaga Samfés þar sem þeir sitja námskeið og smiðjur um málefni ungmenna sem nýtast þeim ís tarfinu í vetur en þar af leiðandi er lokað á fimmtudegi og föstudegi í félagsmiðstöðinni.

Vikuna 12. sept verður svona fyrsta óbrotna vikan okkar og hefst Nördaklúbburinn fimmtudaginn 15. september en opið er mánudaga, miðvikudaga og föstudaga frá 19:00 - 22:00 og svo er nördaklúbburinn á fimmtudagskvöldum frá 19:00 - 22:00.

Skráning í Nördaklúbbin er að finna inn á felagsmidstod.gardabaer.is en þar er kt. nemandans sett inn og valið félagsmidstöðina Garðalund.

Fljótlega mun koma út fyrsta dagskráin en fyrstu kvöldin reynum við að hafa opin hús á meðan við erum að kynnast ungmennunum.

Þeir sem hafa áhuga á söngleiknum ættu að kíkja á kynninguna sem verður kvöldið 5. september og mæta svo í prufur þriðjudagskvöldið 6. september.

Hægt verður að taka þátt í söngleiknum á fjölbreyttan hátt eins og að syngja, leika, smink, hár, sviðsmynd, hljóð, ljós, handlangari og hljómsveit svo eitthvað er nefnt en allir sem vilja koma að söngleiknum munu fá hlutverk sem hentar þeim.


Árshátíð 2022


Mars og aflétting samkomutakmarkana

Hæ allir! Nú loksins er allt að detta í eðlilegt horf á ný og nú má fjörið byrja. Í mars höfum við þétta dagskrá af skemmtilegum viðburðum SKíðaferðir fyrir 9. og 10. bekk og útivistardag í Bláfjöllum fyrir 8. bekk. Búast má við að næstu mánuðir verða einnig viðburðarríkir og hér fyrir neðan er listi af stærstu viðburðum vorannar. Þetta er þó bara brot af því stuði sem verður næstu mánuði í Garðalundi. 

Í þessari viku hefst afhending á Garðalundarpeysunum sem við höfum beðið eftir, og vil ég biðja ykkur að fylgjast vel með á instagramminu hvernig því verður háttað! 

Mars: 

Apríl: 

Maí: 

Júní:

Skíðaferðir og peysur

Undirbúningur fyrir skíðaferðir eru í fullum gangi og byrjum á í þessari viku að selja peysur og húfur! 

Mátun og sala verður í gangi í vikunni í hádegishléum. Peysurnar eru á 4500 kr og svo verða einnig húfur til sölu á 1000 kr. 

Miðvikudagur: 10. bekkur 

Fimmtudagur: 9. bekkur

Föstudagur: 8. bekkur


Svo verður að sjálfsögðu hægt að koma í Garðalund á kvöldin og kaupa peysur og húfur! 

Peysurnar verða svo afhentar u.þ.b 2 vikum eftir að pöntun lýkur. 

Hópferð: Kölski klæðist prada

Mánudaginn 13. desember förum við í hópferð á sýningu Listó, hluta af nemendafélags Versló. 

Þau eru að bjóða okkur sérstakt félagsmiðstöðva tilboð á sýninguna Kölski klæðist Prada. 

Sýningin byrjar 20:00 og stefnum við á að fara með strætó frá Garðaskóla og mæting þangað kl 19:00. Einnig má hitta okkur í Versló. 


Listafélag Verzlunarskóla Íslands setur upp sýningu í hátíðarsal skólans á hverju ári og eru það nemendur skólans sem að sjá um allt sem viðkemur sýningunni eins og sviðsvmynd, förðun, leikskrá og svo margt fleira. Listafélagið hefur unnið hörðum höndum síðustu mánuði við uppsetningu ''Kölski klæðist Prada'' og nú er loks kominn tími til að sýna afraksturinn. Leikritið byggir á hinni feykivinsælu bíómynd The Devil wears Prada. 


ATH: Nauðsynlegt er að sýna fram á neikvætt hraðpróf, sem er ekki meira en 48 tíma gamalt til að komast með. 


Desembermánuður

Halló halló - desembermánuður kominn af stað. Hér eru fyrstu tvær vikurnar og síðari tvær koma inn fljótlega! 

Minni alla á prufur fyrir leikrit Garðalundar verða föstudaginn 10. desember kl. 17:00, og eru nemendur hvattir til að koma að skrá sig í Garðalundi! 

Gagn og Gaman vika Garðaskóla hefst í næstu viku

27.10.2021

Í næstu viku hefst Gagn og Gaman vika Garðaskóla en farið verður í skálaferðir með alla í 8. bekk og stóran hóp úr 9. og 10. bekk.

Búið er að senda út greiðsluseðla á forráðamenn 1 samkvæmt Innu og þurfa þeir að greiðast fyrir sunnudaginn 31. október.

hér að neðan er bréf sem sent var til foreldra með öllum helstu upplýsingum um ferðirnar.


Haustferð 8. bekkjar Garðaskóla

Dagana 3.-5. nóvember eru Gagn og gaman dagar í Garðaskóla, en þá brjótum við upp hefðbundið skólastarf. Hluti af dagskrá þessara daga er að fara með 8. bekk í skálaferð í Bláfjöll þar sem gist er í eina nótt. Árganginum er þrískipt í þessa ferð og til þess að allir nái að fara þessa vikuna þá fer fyrsti hópurinn þriðjudaginn 2. nóvember.

Þriðjudagur 2. nóv: 8. ALH, 8. KS, 8.SR (mæting 12:30)

Miðvikudagur 3. nóv: 8. EHR, 8. HK, 8. SSH (mæting kl. 9.00)

Fimmtudagur 4. Nóv: 8. ARO, 8. RA, 8. ÞH mæting 10:30

 

Heimkoma hjá öllum hópum er áætluð um kl. 13:00

 

Kostnaður vegna ferðarinnar er 3.800 kr. Innifalið í því er gisting í skálanum og pizza og gos um kvöldið. Skólinn ber kostnaðinn af rútuferðunum.

Nemendur þurfa að nesta sig sjálfir að öðru leyti. Gera þarf ráð fyrir einum hádegismat og einum morgunmat og það sem viðkomandi ætlar að borða á milli mála. Við vekjum athygli á því að orkudrykkir eru ekki leyfðir í ferðinni.

Stofnuð hefur verið krafa í heimabanka fyrir ferðinni hjá þeim sem skráður er forráðamaður 1 í INNU. Krafan fellur niður sjálfkrafa sé hún ekki greidd. Þeir nemendur sem ekki ætla í ferðina munu taka þátt í Gagn og gaman dögum í Garðaskóla með öðrum hætti. Mikilvægt er að þeir sem ætla í ferðina greiði kröfuna sem fyrst.

Farið verður í hellaskoðun ef veður og aðstæður leyfa og leiki ásamt því að nemendur verða með kvöldvöku.

Upplýsingar um farangur (ekki tæmandi listi heldur ábending):

 


Forvarnarvika Garðabæjar 13. - 20. október

13.10.2021

Forvarnarvika Garðabæjar hefst í dag og er þemað virðing og vellíðan. 

Skólinn og félagsmiðstöðin mun standa fyrir allskyns fræðslum og uppákomum í tengslum við þemað en hefst vikan formlega í kvöld með fræðslukvöldi í Garðalundi.

Í kvöld verða starfsmenn Garðalundar með taboo kvöld þar sem hægt er að spyrja þau um hvað sem er.

Mannflóran kemur og talar um kynþátt, fordóma og hvað það er að vera Íslendingur.

Ofbeldisvarnarskólinn kemur og ræðir kynbundið ofbeldi og fer ofaní alla þessa djóka sem eru kannski ekkert alltof fyndnir.

Stofnað verður jafnréttisráð sem mun vinna að verkefnnum út vikuna.

Boðið verður upp á veitingar, Slush, og bakkelsi frá Brikk.


Raveball 15. okt 20:00 – 22:30

12.10.2021

Föstudaginn 15. október heldur Garðalundur Raveball í Garðaskóla fyrir 8. – 10. Bekk.

Miðasalan er í fullum gangi en henni lýkur í hádeginu á föstudaginn og kostar miðinn 2500kr

Ballið hefst 20:00 og lokar húsið kl 20:30 og þýðir það að frá þeim tíma kemur enginn inn á ballið og fer enginn af ballinu fyrir en því lýkur kl 22:30 nema það sé hringt heim í foreldra.

Ástæðan fyrir þessu vefst oft fyrir ungmennunum okkar og væri því gott að fara yfir það með þeim fyrir ballið. Ástæðan er sú að á viðburðum eins og þessum þar sem við höfum formlega skráningu lítum við svo á að við berum ábyrgð á þeim sem koma til okkar á þeim tíma sem við höfum auglýst til foreldra/forráðamanna og viljum við koma í veg fyrir allt leynimakk sem gæti átt sér stað.

Til að tryggja að ballið fari vel fram þá biðjum við um að fá að leita á ungmennunum áður en þau koma inn á ballið en þeim er frjálst að segja nei við því og fá endurgreiddan miðann. Í þeim tilvikum hringjum við heim og látum foreldra/forráðamenn vita.

Það er eins og alltaf bannað að koma með orkudrykki, tóbak eða aðrar nikótínvörur, áfengi eða aðra vímugjafa. Ef eitthvað svona finnst hjá ungmennunum eða við teljum ástæðu til að gruna eitthvað eru þau tekin til hliðar til að ræða málin, hringt heim og þeim vísað af ballinu ef grunur er staðfestur.

Við munum bjóða upp á rútuferð heim að loknu balli fyrir þá sem hafa ekki tök á að vera sóttir eða búa utan göngufæris en við biðjum foreldra um að fylgja hlekknum hér að neðan og skrá barnið sitt. Skráningin verður opin í dag og til hádegis á fimmtudag og verður notuð til að ákvarða stærð rútunnar.

Í hlekknum hér að neðan er skráning í rútuna.

https://forms.gle/uiG4Mnyobay289gz9

Það er best að opna hlekkinn í google chrome og jafnvel að afrita hann beint inn í vafrann í stað þess að ýta á hann en ef þið lendið í vandræðum er einnig hægt að senda mér bara skráningu í rútu á gardalundur@gardalundur.is


Þá fer að líða að fyrsta ballinu okkar í óhhh svo langan tíma!

04.10.2021

Í þessari viku verður bolagerð fyrir Raveballið en þá fá ungmennin okkar tækifæri til að skreyta boli með Neon málningu sem lýsir upp í ljósunum á ballinu.

Bolirnir og málning til að skreyta þá kosta 1300kr. og eru til í stærðunum Small, Medium, Large og X-Large.

Það er posi á staðnum og hentar best að greiða með korti eða síma en ef einhverjir hafa ekki þann möguleika er einnig hægt að greiða með seðlum.

Bolagerðin er árgangaskipt en ef einhver hefur ekki möguleika á að koma með sínum árgangi finnum við út úr því :)

8. bekkur: mánudaginn 4. okt frá 19:00 22:00

9. bekkur: miðvikudaginn 6. okt frá 19:00 22:00

10. bekkur: föstudagurinn 8. okt frá 19:00 22:00

Miðasala hefst svo á miðvikudaginn í hádegishléi og verður út þessa og næstu viku.

Rave-ball á næsta leyti!

27.09.2021 (29.09.2021)

Nú þegar takmarkanir vegna Covid eru að slakast getum við loksins eftir langa bið haldið okkar fyrsta ball fyrir alla árganga Garðaskóla.

Félagsmálavalið er komið á fullt að skipuleggja það sem verður Rave-ball og verður það haldið föstudaginn 15. október.

Í vikunni fyrir og í ball verður bolagerð fyrir alla árgangana en þá er hægt að skreyta hvíta boli með litum sem lýsa upp á ballinu. 

4. okt. 8. bekkur - 6. okt. 9. bekkur - 8. okt. 10. bekkur.

Garðalundur verslar boli og liti en verð á bolnum og miðaverð kemur á næstu dögum.

síðasta vikan í september breytist eitthvað þar sem bolagerðin var færð nær ballinu en dagskránna er hægt að skoða undir september liðnum í vlamyndinni dagskrá :)

Garðalundur er opinn öllum!

14.09.2021

Garðalundur opnaði í gærkvöldi fyrir alla árganga og var ekkert smá góð stemning. Það mættu um 150 ungmenni yfir kvöldið og var leikið mikið, spjallað og almennt haft gaman. Félagsmálavalið sá um að búa til Bragðarefi og stóðu sig einnig með prýði. 

Nú þegar Garðalundur er formlega opnaður öllum eru opnanirnar eftirfarandi:

Mánudagar, miðvikudagar og föstudagar. Opið hús frá 19:00 - 22:00 og dagskrá á vegum Félagsmálavalsins.

Fimmtudagar. Nördaklúbburinn frá kl 19:00 - 22:00, ekki er opið hús á meðan. Kynningarkvöld verður haldið fimmtudaginn 16. sept en nánari upplýsingar má finna hér eða velja nördaklúbburinn í valmynd.

Fyrir nánari upplýsingar um dagskrá má finna hér eða velja dagskrá í valmynd.

8. bekkjar kvöld og upphaf starfsins

24.08.2021

Nú er skólastarfið að hefjast og Garðalundur opnar samhliða með kynningarkvöldum fyrir 8. bekki.

Markmið 8. bekkjarkvöldanna verður að kynna starf Garðalundar fyrir nemendum og hvað hún hefur upp á að bjóða. Farið verður yfir allt sem skiptir máli og haft alveg ótrúlega gaman. Hægt er að sjá hvenær hvaða bekkur á að mæta og meira um kvöldin hér.

Almenn opnun fyrir 8. - 10. bekk verður svo þeggar kynningarkvöldunum er lokið mánudaginn 13. september og verður auglýst betur síðar.

Vorferð 9. bekkjar

03.06.2021

Á morgun föstudaginn 4. júní  fer 9. Bekkur í adrenalíngarðinn. Strákarnir fara í fyrri ferðina og er mæting kl 7:45 og lagt verður af stað á slaginu 8:00.

Stelpurnar mæta 10:45 og verður lagt af stað á slaginu 11:00.

Það er mikilvægt að allir komi með hlý og góð föt, séu í góðum skóm og hafi jafnvel föt til skiptana og regnföt þar sem það er engin inni aðstaða til að hlýja sér eða flýja rigningu. Það þurfa allir að koma með gott nesti því það fer hellingur af orku í að leika sér í garðinum.

Meðfylgjandi er bréf frá adrenalíngarðinum.

 

Hópur 1. Drengir

Mæting 7:45 í Garðaskóla, lagt af stað kl 8:00 í Adrenalíngarðinn

 

Hópur 2. Stúlkur

Mæting 10:45 í Garðaskóla lagt af stað kl 11:00 í Adrenalíngarðinn


Vilt þú vinna í Garðalund

19.05.2021starf.gardabaer.is/rcf3/viewjobonweb.aspx?jobid=GARD004 

Sumarfríið nálgast

14.05.2021

Nú er sumarið byrjað að leika við okkur og sumarfríið að nálgast. En í lok skólaársisn er vaninn að fara í allskyns vorferðir og eiga skemmtilegar stundir saman. 

Félagsmiðstöðin er farinn að vera mest megnis úti á kvöldin og spegla sig við krakkana en þau eru lítið fyrir að hanga inni á sólríkum kvöldum.

Við erum að byrja skráningu í vorferðir 9. og 10. bekkjar en engin skráning er fyrir vorferð 8. bekkjar. Kíkið endilega á upplýsingarnar hér á síðunni 8. bekkur, 9. bekkur, 10. bekkur.

Árshátíðin okkar verður því miður með breyttu fromi en aðeins er heimild til að hafa 150 börn saman í rými og því ekki hægt að halda árshátíð fyrir allan hópinn. Vegna þessa ákváðum við að setja púðrið í að kveðja 10. bekkinn almennilega en 8. og 9. bekkur mun fá tækifæri á næsta skólaári til að halda snilldar viðburði.

Við munum auðvitað reyna gera eitthvað skemmtilegt fyrir hina árgangana og hafa einhverskonar vorhátíð en þó með smærra sniði en árshátíðin.

Norræna Rafíþróttamótið / Nordic E- Sport United

30.04.2021

Norræna rafíþróttamótið - Nordic E-Sport United fer fram á netinu 4.-5. júní.  Það var algjör metþátttaka á síðasta móti  og hafa nú ungmenni frá Íslandi, Danmörku og Noregi á aldrinum 13-25 ára tækifæri á að koma saman og kynnast á þessu frábæra rafíþróttamóti.

 

Samstarfsaðilar okkar eru Ungdomsringen, UKM og Ungdom og Fritid. Hægt verður að fylgast með mótinu í streymi. Það verður spilað og keppt í CS:GO (5v5 og Wingman), Fortnite (solo og duo) og Rocket League (3v3). Í Rocket League lokar skráningu þegar að 64 lið hafa skráð sig. Í CS:GO og Fortnite verður engin hámarksfjöldi keppenda.

 

Á mótinu verður forritið Discord notað eins og síðast þar sem keppendur fá upplýsingar og fylgjast með sínum leikjum ofl. Þátttaka á mótinu er ókeypis og gildir reglan að þátttakendur skila inn leyfisbréfi til okkar ef taka á þátt í CS:GO. Skráning fer fram í Garðalund.


Garðalundur keppir á Söngkeppni Samfés!

16.4.2021

Söngkeppni kragans fór fram í streymi síðastliðinn miðvikudag en þar kepptu 8 atriði um 4 sæti á söngkeppni Samfés.

Fyrir hönd Garðalundar keppti Guðrún Lilja Dagbjartsdóttir og kom hún okkur áfram í úrslitakeppnina með laginu Viena eftir Billy Joel.

Guðrún spilaði sjálf undir á hljómborð og var flutningur hennar hrein snilld.

Söngkeppni Samés fer fram sunnudaginn 9. maí í Bíóhöllinni á Akranesi og verður sýnd í beinni á einni af rásum ríkissjónvarpsins.

Við í Garðalund erum afar stolt af okkar þátttakanda og getum ekki beðið eftir að fara með hana á aðal keppnina.

Fyrir þá sem hafa áhuga á þá er hægt að horfa á streymið hér.

Bragðarefskvöld

14.04.2021

Föstudaginn 16. apríl verður haldið bragðarefskvöld en þau kvöld hafa vakið mikla lukku hjá ungmennunum okkar.

Vegna mikillrar aðsóknar síaðst þegar kvöldið var haldið neyðumst við til að hólfa niður og hafa skráningu.

Hólfin verða 3, kl 19:00, 20:00 og 21:00.

Til að skrá sig er farið inn í hlekkina hér að neðan og fylgt út skráningarformið.

Skráning kl 19:00 hér

Skráning kl 20:00 hér

Skráning kl 21:00 hér

Söngkeppni kragans

14.04.2021

Söngkeppni Kragans verður í kvöld 14. apríl

Sigurvegari úr Söngkeppni Garðalundar kemst áfram í Söngkeppni Kragans, þar sem atriði úr 10 félagsmiðstöðvum koma saman og keppast um að komast í úrslitakeppnina, Söngkeppni Samfés. Fjögur atriði úr Söngkeppni Kragans komast áfram. Að þessu sinni verður keppnin haldin rafræn sökum Covid faraldursins og er hægt að fylgjast með kl 20:00 í kvöld á youtube live streymi https://www.youtube.com/watch?v=EpUFhr-Fh9Y og einnig geta ungmennin okkar komið og horft saman í Garðalund.

Dagskrá í apríl

13.04.2021

Dagskrá Garðalundar í apríl er loksins komin á hreint en hún tók svolítinn tíma að mótast svona eftir páskafrí og Covid stemninguna þar í kring. Endilega kíkið á hana hér.

Lokanir, Bugsy aflýst og páskafrí

24.03.2021

Okkur þykir miður að þurfa sitja frétt með þessu innihaldi inn á fallegu síðuna okkar en því miður erum við enn einu sinni kominn á þennan stað svo hér kemur það.

Lokanir og páskafrí

Á meðan takmarkanir eru í gildi næstu þrjár vikur verður ekki opið í félagsmiðstöðinni en við munum fara af stað með rafrænt starf eftir páska og þá í þann tíma sem takmarkanir halda áfram. 

Nördaklúbburinn var orðin mjög fær í að starfa á netinu og mun fara strax í þann gír og er hægt að spjalla við starfsmenn í gegnu discord þráðinn okkar. Nerdaklúbburinn fer ekki í pásu en færist alveg yfir á netið.

Okkar rafræna dagskrá fer einnig mikið fram í gegnum Instagram  og hvetjum við foreldra til að fylgjst með þar.

Bugsy Malone aflýst

Okkur þykir það afar leitt að þurfa hætta við sýningar á Bugsy Malone en við metum það svo að það væri mikið ábyrgðarleysi af okkur að bjóða 80 gestum inn í skólann 4 tímum fyrir nýjustu takmarkanir.

Við vitum að einhverjir foreldrar áttu eftir að sjá sýninguna og ætluðu sér að koma í kvöld eða á morgun. Okkur þykir þess vegna hrikalegt að þetta sé að gerast en það er smá ljós við endann á þessu öllu saman. Ljósið er að við tókum sýninguna upp í gær. Þetta efni verður aðgengilegt þegar búið er að vinna það og verður gerð tilkynning þess efnis um leið og það gerist.


Instagram: @gardalundur 

Discord: https://tinyurl.com/gardadiscord

Bugsy Malone

16.03.2021 (Síðast uppfært 19. mars kl. 22:55)

Nú er leikfélag Garðalundar búið að vinna hörðum höndum að því að setja upp söngleikinn Bugsy Malone. Covid hefur eins og allstaðar sett strik í reikninginn en loksins erum við búin að setja saman frábæra sýningu með yndislegum krökkum. Við ætlum að fara af stað með miðapantanir á morgun en sýningar verða eftirfarandi:

19. mars – Uppselt

20. mars - Uppselt

22. mars - Uppselt

23. mars - Uppselt

Aukasýningar

24. mars - uppselt

25. mars - uppselt

Sýningarnar hefjast 20:00 en húsið opnar 19:30 og er miðaverðið 1500.- Sýningarnar eru hólfaskiptar og selt í sæti. 

Til að bóka miða; 

Þarftu að senda fullt nafn og kennitölu á leikfelag.gardalundur@gmail.com ásamt fjölda miða og á hvaða sýningu.

Það bera að minnast á að vegna covid eru færri miðar í boði en venjulega og því mikilvægt að tryggja sér sæti sem fyrst.

Þegar komið er á sýninguna;

Allir sem hafa klárað Grunnskóla þurfa að hafa grímu á sér þegar þeir koma inn í húsið og á meðan sýnignu stendur.

Vegna nýrra takmarkanna verður ekki veitingasala og höfum við ákveðið að hafa ekki hlé á sýningunni. 

Sýningin er um það bil klukkutími á lengd og bráðskemmtielg svo það ætti ekki að vera vesen.

Á sýningunni er hólfaskipt (svæði 1 og 2) og merktar sætaraðir og sæti. Það verða sér inngangar fyrir hólfin og er greitt þegar fólk kemur á sýninguna.Viðburðir í vikunni

15.03.2021

Það tekur eitt við af öðru eða í þessu tilviki þrennt sem tekur við af skíðaferðinni.

Á föstudaginn (19.mars) verður söngleikurinn Bugsy malone frumsýndur og hefst miðasalan á miðvikudaginn 16. mars og verður nánar auglýst þá. Einnig á föstudaginn verður danskeppni Samfés en vegna covid takmarkana verður aðeins tryggt að foreldrar fái að fara og horfa. Keppninni verður streymt svo allir geta mætt í Garðalund að hvetja okkar fólk áfram eða kúrt sig heima og notið áhorfsins.

Á laugardaginn (20.mars) verður svo Hönnunarkeppni Samfés (Stíll) en eins og með danskeppnina eru engir áhorfendur. Foreldrar geta kíkt við en ekki er gert ráð fyrir áhorfendum á þeirri keppni.


Rykið sest eftir skíðaferðir síðustu viku.

15.03.2021

Það kom mikið af óskilamunum heim úr ferðum 8,9 & 10. bekkjar í síðustu viku og eru komnar myndir af þeim öllum inn á síðuna okkar sem hægt er að skoða hér.

Við erum mjög ánægð með útkomur ferðanna og hæstánægð með krakkana okkar og þeirra frammistöðu. SBA tók það sérstaklega fram að 10. bekkur hefði verið til fyrirmyndar í rútunum og má endilega koma því áleiðis til þeirra.


Dagskrá í MARS 

01.03.2021

Dagskrá Garðalundar í mars er að verða komin á lokastig en það er ótrúlega margt skemmtilegt að gerast sem er þess virði að athuga.

Föstudaginn 5. mars verður undankeppni fyrir danskeppni Samfés sem verður haldin viku seinna eða föstudaginn 19. mars en allar helstu upplýsingar og skráningarform er að finna á síðunni okkar undir dans og hönnunarkeppni samfés. Einnig er hægt að ýta hér.

Dagana 10. - 13. mars verður farið í skíða og útivistarferðir í öllum árgöngum Garðaskóla, lengd og staðsetning ferðanna er breytileg en upplýsingar má finna hér. 8. bekkur, 9. bekkur og 10. bekkur

18. mars verður svo söngleikurinn Bugsy Malone frumsýndur en stór hópur í Garðaskóla hefur verið að leggja sig allan fram síðustu daga og vikur við að setja hann upp á skömmum tíma sökum "svolítis vesens" ;)

19. mars er eins og áður kom fram danskeppni Samfés og 20. mars verður Stíll eða hönnunarkeppni Samfés sem Garðalundur hefur náð góðum árangri í síðustu ár. í þetta skiptið sendum við frá okkur tvö frábær lið og er þemað Sirkus en frekari upplýsingar má finna hér.

Auk þessa stóru viðburða er svo félagsmálavalið okkar með flotta dagskrá sem hægt er að skoða hér.

Skíða og útivistarferðir 8. 9. Og 10. Bekkjar 2021

25.02.2021

10. - 13. mars verður farið í skíða og útivistarferðir á vegum Garðaskóla og Garðalundar. Það er mikið af upplýsingum sem þarf að koma á framfæri og er mjög mikilvægt að foreldrar og ungmennin okkar kynni sér þær vel og vandlega. hér að neðan er hlekkur sem færir ykkur á viðeigandi síður þar sem allar helstu upplýsingar koma fram.

Skíðaferð 10. bekkjar

Miðvikudagur 17.02.2021

Í dag voru sendir út greiðsluseðlar til forráðamanna þeirra sem skráðir eru í skíðaferð 10. bekkjar. Einnig er búið að senda út fjáröflunar upplýsingar og blöð til að nota við skráningu og sölu á klósettpappír og eldhúsrúllum. Það má einnig nálgast umrædd blöð í Garðalund ef einhver á erfitt með að prenta út. Ber að nefna að það læddist eitt 0 með upphæðinni á klósettpappírnum en hann kostar auðvitað 5.100kr ekki 51.000kr :)

Nú bíðum við bara eftir því að allir klári að setja inn upplýsingar um sitt barn og afgreiðslu greiðsluseðlanna.

Hér er hlekkur á skráningarskjalið:

9. bekkur: https://forms.gle/mZekhCNS1S6HgMb76 

10. bekkur: https://forms.gle/AB2gb7Soq5mAbec86

Skíðaferð og Söngkeppni

Föstudagur 12.02.2021

Skíðaferð

Nú er búið að senda slóð á forráðamenn þeirra sem eru skráðir í skíðaferðir í 9. og 10. bekk. 

Greiðsluseðlar voru sendir út á forráðamenn 9. bekkinga en vegna "dotlu" þá bíðum við aðeins með að senda út fyrir 10. bekkinn til að forðast óþarfa flækjustig ef allt fer á versta veg.

Söngkeppni

Söngkeppni Garðalundar verður í kvöld og en það eru 6 þátttakendur skráðir og til mikils að vinna því sigurvegarinn fær ekki bara flottan vinning frá okkur heldur kemst einnig áfram á undankeppni Samfés, söngkeppni kragans.

Vinningarnir verða eðal hjá okkur en Sambíóin gefa öllum þáttakendum bíómiða auk þess sem við bættum við gjafabréfi frá ísbúð Huppu.

Við hvetjum alla í garðaskóla til að koma og hvetja keppendur áfram en keppnin verður tekin upp og fá foreldrar þátttakanda svo afrit af sínu barni að koma fram.

Skráning í skíðaferðir 9. og 10. bekkjar er lokið.

Umsjónarmenn ferðanna, þau Sigrún María og Snorri Páll hafa unnið hörðum höndum síðustu daga við að taka saman skráninguna. Áhuginn fyrir ferðunum er gríðarlegur og líklega aukinn áhugi þar sem fáir hafa komist í skíðaferðir eða bara einhverskonar ferðalög síðustu mánuði og því hefur þetta tekið aðeins lengri tíma en við áætluðum.

Foreldrar munu fá hlekk sendan fimmtudaginn 11. febrúar sem þarf að fylgja og fylla inn upplýsingar um ungmennin til að tryggja öryggi þeirra í ferðinni. Ef þessi hlekkur hefur ekki borist einhverjum föstudaginn 12. febrúar þarf að hafa samband við okkur og láta vita til að tryggja að skráning hafi borist til okkar.

Föstudaginn 12. febrúar kemur greiðsluseðill í heimabanka allra sem eru skráðir og þarf hann að greiðast ekki seinna en 2. mars.


Peysusölu lokið!

Þá er búið að ganga frá peysupöntun og var pantað um þriðjungi meira en áætlað var. Við erum aðeins á eftir áætlun með hlutina en það má samt búast við að peysurnar verði komnar fyrir skíðaferðirnar í mars svo það ætti enginn að vera peysulaus í þá.

Söngkeppni Garðalundar

Föstudaginn 12. febrúar verður haldinn söngkeppni í Garðalund en það er fyrsta keppnin sem þarf að sigra til að komast á stóru keppnina hjá Samfés. Þeir sem sigra okkar keppni fara áfram í Kragakeppnina en þar koma saman 9. félagsmiðstöðvar af kraganum saman og keppast um að koma sínu fólki í stóru keppnina. Úr kraganum komast fjórir áfram og keppa á Samfestingum sem verður haldinn í maí.

Það er í stór fótspor að feta þetta árið því í fyrra var það keppandi frá Garðalund sem hlaut sigursætið í stóru keppninni.