Útivistardagur 8. bekkur

11. mars er útivistardagur hjá 8. bekk í Garðaskóla.

Farið verður í bláfjöll en þar er það undir hverjum og einum komið hvaða afþreyingu hann/hún/hán kýs sér.

Starfsmannahópurinn mun standa fyrir gönguferðum og einhverjum leikjum en einnig stendur til boða að taka með sér snjóþotur, skíði, bretti eða hvaða búnað sem hverjum og einum hentar.


Allir þurfa hafa gott og hollt nesti með sér því ferðalagið tekur um 8 tíma og nestis salan er lokuð í Bláfjöllum. Þeir sem eru skráðir hjá Skólamat fá samloku, drykk og ávöxt.

Mæting er kl. 9:30 í garðaskóla og lagt verður af stað kl 10:00. Áætlað er að leggja af stað heim kl. 15:00.