Vorferð 9. bekkjar

Vorferð 9. bekkjar í Garðaskóla

4. júní 2021

Kæru foreldrar og ungmenni 9. bekkja Garðaskóla,

Vorferð 9. bekkjar verður farin 4. júní næstkomandi og fer skráning í ferðina fram hér fyrir neðan.

Ferðinni er haldið í Adrenalíngarðinn á Nesjavöllum þar sem við munum eyða fjórum tímum í allskonar ævintýralegum þrautum og leikjum.

Kostnaður ferðarinnar er 10.000.- Innifalið í því er rúta og aðgangur í Adrenalíngarðinn.

Ferðinni verður tvískipt og fara strákarnir af stað kl 08:00 (mæting 07:30) frá Garðaskóla en stelpurnar kl 11:00 (mæting 10:30). Heimkoma hjá strákunum er áætluð um 13:00 en stelpunum um kl 16:00.

Skráningu þarf að ljúka ekki seinna en sunnudaginn 23. maí.

Við skráningu verða sendir út greiðsluseðlar sem þurfa greiðast í síðasta lagi 27. maí.

Ef einhverjar spurningar vakna varðandi ferðina er hægt að senda póst á johnbond@gardalundur.is og hringja í síma 5902570.


Skráningin virkar best í Google Chrome vafranum en ef einhverjir ná ekki að skrá hér er einnig hægt að fylgja þessum hlekk https://forms.gle/kow7amfZpk2k864X6