Vorferð 10. bekkjar

Vorferð 10. bekkjar í Garðaskóla

2.-4. júní 2021

Kæru foreldrar og ungmenni 10. bekkja Garðaskóla,

Nú fer að líða að vorferð 10. bekkjar en ferðinni er haldið til Vatnaskógar dagana 2. til 4. júní þar sem staðarhaldarar hafa undirbúið einstaklega spennandi dagskrá fyrir okkur.

Kostnaður ferðarinnar er 28.000.- Innifalið er rúta, gisting, matur (fullt fæði) og heljarinnar dagskrá.

Dagskráin nær yfir allan daginn en er að hluta til valkvæð svo þeir sem vilja eiga kósý stund með félögunum býðst einnig að njóta þess að vera í óspilltri náttúru eða nýta þá fjölmörgu tómstunda möguleika sem eru á svæðinu utan dagskrár.

Fjáröflun

Fyrir áhugasama stendur til boða að taka þátt í fjáröflun og verða seldir sokkar frá SmartSocks. Þeir sem vilja taka þátt í fjáröflun senda skilaboð á johnbond@gardalundur.is til að fá frekari upplýsingar.

Skráning í ferðina

Skráning og greiðsla fyrir ferðina fer fram rafrænt í gegnum felagsmidstod.gardabaer.is

Farið er inn á vef Garðabæjar og ýtt á þjónustugátt. Þar þarf að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum sem fer með ykkur inn á mínar síður. Þar er valið umsóknir. Í umsóknum er valið félagsmiðstöðvar og svo skráning í vorferð félagsmiðstöðin Garðalundur.

Skráningu þarf að vera lokið í síðasta lagi sunnudaginn 23. maí en þá lokast fyrir skráningu á miðnætti.

Við skráningu verða sendir út greiðsluseðlar sem þurfa greiðast ekki seinna en 27. maí.

Ef einhverjar spurningar vakna varðandi ferðina er hægt að senda póst á johnbond@gardalundur.is og hringja í síma 5902570.

Dagskrá í ferðinni

2. júní - Brottfaradagur

9:00 Mæting í Garðaskóla, Brottför

Komið í Vatnaskóg/komið sér fyrir/staðarkynning og frjáls tími

12:00 Hádeigsmatur (Steiktur fiskur)

Bátar, íþróttahús, gönguferð, frjálsar íþróttir (4 greinar) spilastund í Birkiskála

15:00 Síðdegiskaffi

Frjáls tími, bátar, íþróttahús, fótbolti

17:00 Dagskrá á íþróttavelli / íþróttahúsi

19:00 Kvöldverður (Kjúklingaleggir)

Frjáls tími bátar, íþróttahús, hoppukastalar, orrusta – leikur fyrir alla – heitir pottar

22:00 Kvöldvaka - kvöldhressing

Varðeldur/slökun mynd og rólegheit – svefnfriður

3. júní

9:00 – 10:00 Morgunverður í boði

10:00 – 12:00 Frjáls tími - bátar íþróttahús ofl.

11:00 Boot camp æfing dagsins

12:00 Hádegisverður (Lasagne)

12:30 Frjáls tími, nokkrar stöðvar: Búbblubolti, lasertag, vatnafjör

15:00 Síðdegiskaffi

Frjáls tími, nokkrar stöðvar: Búbblubolti, lasertag, vatnafjör

18:00 Víðavagnshlaup (4,2 km. hlaup í hringum vatnið)

19:00 Matur - (hamborgarar + franskar)

Körfubolti í íþróttahúsi / spilastund í Birkiskála – heitir pottar

22:00 Kvöldvaka - atriði frá krökkunum velkomin, kvöldhressing

Ball - DJ ljómi eða sambærilegt

Varðeldur/slökun mynd og rólegheit – svefnfriður

4. júní - Heimkoma

10:00 – 11:00 Brunch/morgunmatur

Frjáls tími og frágangur

12:00 Brottför