Dans og hönnunarkeppni Samfés
Dans og Hönnunarkeppni samfés 19. og 20. mars
Danskeppni Samfés 19. mars
19. mars verður Danskeppni samfés en þar keppa ungmenni af öllu landinu á aldrinum 10 - 18. ára í frumsömdum dansatriðum.
5. mars
Garðalundur heldur undankeppni föstudaginn 5. mars þar sem fleiri hafa skráð sig en komast að í stóru keppnina. Hver félagsmiðstöð má senda tvo einstaklinga og einn danshóp.
Hægt er að skrá sig út vikuna en dansprufur verða kl 14:00 á föstudaginn og keppnin fer svo fram um kvöldið sama dag kl 20:00.
Þeir sem hafa áhuga á að skrá sig ýta hér.
Föstudaginn 19. mars verður svo fjölmennað í rútu frá Garðalund að styðja okkar fólk í keppninni.
Hönnunarkeppni Samfés "stíll" 20. mars
20. mars eru tvö lið að taka þátt í Hönnunarkeppni Samfés kölluð Stíll. Þemað er Sirkus en Garðalundur hefur síðustu ár átt mikið af keppendum sem hafa hreppt efstu þrjú sætin í keppninni og verður ekkert gefið eftir í ár.
Keppnin er heill dagur þar sem þáttakendur koma, gera og græja modelið sitt sem endar svo á fatasýningu um kvöldið sem við munum auðvitað fjölmenna á í rútu frá Garðalund.