Stíll - Hönnunarkeppni

Laugardaginn 21. Jan er hönnunarkeppnin Stíll en það verður haldið í Íþróttahúsinu Digranesi og þar eigum við 3 lið sem keppa um flottustu hönnunina á fötum í stílnum Golden Gala.

Á þennan viðburð eru allir velkomnir að koma og fylgjast með og vonumst við eftir því að sjá okkar fólk vel Hvatt áfram.

Keppnin sjálf hefst kl 11:00 þegar þátttakendur mæta og skrá sig til leiks og byrja setja modelið í fötin og gera make-up og alt sem fylgir og endar þetta með sýningu sem hefst kl 15:00 þar sem áhorfendur koma og sjá afraksturinn.