Skíðaferð 9. bekkur

9 . bekkur fer í skíða og brettaferð í Bláfjöll 8. – 9. mars.

Skíða-/brettaferð í Bláfjöll 8. – 9. mars

Farið verður í Skíða- og brettaferð 9. bekkja dagana 8. – 9. mars.

Gist verður í Breiðabliksskála og Hengilskála, ÍR og Víkings.

Fyrir svona ferð er að mörgu að hyggja.

 

Skráning í ferðina hefst í dag og stendur til 11. febrúar. Greiða þarf ferðina við skráningu.

Ekki verður hægt að skrá sig eftir 11. febrúar.

Ferðin kostar 12.500 kr. og er greidd með korti á viðburðavefnum okkar. felagsmidstod.gardabaer.is

(nánari leiðbeiningar um skráningu eru aftast í skjalinu).

 

Mæting við Garðaskóla er kl. 10:00 miðvikudaginn 8. mars - leggjum af stað 10:30.

Farið er í skálana og farangri komið fyrir, að því loknu er hægt að halda í fjallið.

 

Skíðalyftur

Allir fá afhent skíðakort/lyftukort sem þarf að passa vel upp á. Kortunum á að skila til fararstjóra að lokinni ferð, ef það er ekki gert þarf að greiða 1.000 kr. fyrir týnt kort.

 

Leiga á búnaði

Það kostar 4.290 kr. að leigja búnað fyrir báða dagana. Greitt er fyrir búnaðinn í skíðaleigunni eftir að farangri hefur verið komið fyrir inni í skála en mikilvægt að taka fram í athugasemdum þegar ferðin er keypt hvort leigja eigi Skíði eða Bretti til að við sjáum hversu margir ætla leigja.

Við mælum með því að nemendur reyni útvega sér búnaði á eigin vegum, ef það er möguleiki. Því það er ekki öruggt að úrvalið sé mikið í Bláfjallaleigunni þessa daga.

Mikilvægt er að taka fram við skráningu hvort það eigi að leigja búnað eða ekki.

Hjálmar eru lánaðir án kostnaðar í Bláfjöllum en eins og með skíðaútbúnaðinn þá er takmarkað magn af hjálmum á staðnum. 

Þar sem það fer enginn í fjallið án þess að hafa hjálm, mælum við með því að nemendur útvegi sér skíðahjálm fyrir ferðina.

 

Áætluð heimkoma er kl. 18:00 fimmtudaginn 9. mars. Lagt er af stað frá Bláfjöllum um 17:15

Áður en farið er heim ganga ungmennin frá skálunum, sjá um að þrífa og skila skálanum frá sér í sama standi og komið var að þeim.

 

Matarmál

Borðið morgunmat áður en þið leggið af stað. Hafið með ykkur gott og hollt nesti yfir daginn.

Innifalið í ferðinni er kvöldmatur á miðvikudeginum, morgunmatur og hádegismatur á fimmtudeginum. Annað nesti þurfið þið að koma með sjálf.

Orkudrykkir eru bannaðir.

 

 


 

Reglur og viðurlög við broti á reglum

Í öllum ferðum og viðburðum á vegum Garðalundar og Garðaskóla gilda almennar skólareglur og reglur félagsmiðstöðvarinnar. Ef upp koma alvarleg brot svo sem ofbeldi, skemmdaverk, drykkja, notkun nikótíns eða notkun annarra vímu- og/eða ávanabindandi efna verður viðkomandi sendur heim á kostnað foreldris.

Nánar má lesa um reglur og viðurlög við brotum á þeim á heimasíðu Garðalundar. https://www.gardalundur.is/reglur

 

Það sem þarf að hafa með sér í skíðaferðina og annað sem er mikilvægt að hafa í huga.

 

Reynið að takmarka farangur eins og hægt er. Pláss í rútunum er ekki mikið.

Miðað er við að allir séu með skíðaútbúnað og svo eina stóra íþróttatösku EÐA litla ferðatösku fyrir föt og dót.

 

SKÍÐADÓTIÐ ER SETT EFST Í TÖSKUNA!!

Farangur:

●     Svefnpoki, koddi og lak (Ekki taka sæng, það tekur of mikið pláss í rútunni)

●     Tannbursti, tannkrem og aðrar nauðsynlegar snyrtivörur eins og svitalyktar eyðir

●     Skíða/bretta-græjur

●     Hjálmur (skylda)

●     Skíðaföt (muna eftir ullar-undirlaginu, mikilvægt svo manni verði ekki kalt)

●     Skíðagleraugu

●     Þægileg kósýföt til að vera í um kvöldið eftir allan skíðahasarinn

●     Nærföt og sokka til skiptanna

●     Náttföt

●     Inniskór → Í skálunum er skylda að fara úr skónum og því gæti mörgum fundist gott að hafa með sér inniskó eða góða þykka sokka

●     Bakpoki / til að hafa í rútunni og fjallinu

 

Aukahlutir sem er gott að hafa með sér

●     Hleðslutæki

●     Hleðslubanka

●     Heyrnatól