Skíðaferð 10. bekkur

10 . bekkur fer í skíða og brettaferð til Akureyrar 10. – 13. mars.


Skíða- og brettaferð 10. bekkjar 8. – 11. mars

Farið verður í Skíða og brettaferð til Akureyri í dagana 8. – 11. mars og er margt að athuga fyrir ferðina.

 

Skráning í ferðina hefst í dag og stendur til 11. Febrúar en greiða þarf ferðina við skráningu.

Ekki verður hægt að skrá sig eftir 11. Febrúar.

Ferðin kostar 44710kr.- og er greitt með korti á viðburðavefnum okkar: felagsmidstod.gardabaer.is

(nánari leiðbeiningar um skráningu eru aftast í skjalinu).

 

Fjáröflun verður haldin í febrúar að lokinni skráningu í ferðina þar sem allir sem hafa áhuga á að minka kostnað ferðarinnar geta tekið þátt. Dæmi eru um að ungmenni hafi greitt ferðina að fullu með þessum hætti og jafnvel átt afgang. Þetta er tilvalið tækifæri til að gera ungmennin ábyrg fyrir ferðinni og þeim kostnaði sem fylgir að fara í svona ferð.

 

Mæting verður kl. 06:30 miðvikudaginn 8. mars og verður lagt af stað ekki seinna en 07:00 (því fyrr sem allir mæta því fyrr er farið af stað og því fyrr komumst við í Hlíðarfjall.

Farið verður á þrem rútum en sú rúta sem börnin velja sér í upphafi ferðarinnar er rútan sem þau verða í alla ferðina og er notuð sem hópaskipting í ferðinni.

Stefnt er á að vera á Akureyri 12:45 og verður gist í KA heimilinu þar fá Krakkarnir smá stund til að koma dótinu sínu fyrir áður en farið er í fjallið. (mikilvægt að hafa skíðafatnað í efst í fatatöskunni ekki með skíðabúnaðinum því hann verður eftir í rútunum).

Eftir að búið er að skíða er farið í sund svo út að borða.

 

Dvölin á Akureyri

Dagarnir eru allir nokkuð svipað upp settir að komudegi og brottfaradegi undanskildum.

08:00 morgunmatur

09:15 eiga allir að vera komnir út í rútu og lagt af stað upp í fjall.

16:00 er byrjað að keyra hópana frá fjallinu í sund og að loknu sundi er borðað.

Á miðvikudeginum er frjáls tími eftir að búið er að borða á vitanum en allir eiga að vera komnir inn í KA heimili kl 22:00

Á fimmtudeginum Verður farið í bíó eftir kvöldmatinn en verður tilkynnt síðar hvaða mynd verður farið að sjá nýju. Að því loknu fara allir í rútum upp í KA heimili.

Á föstudeginum Verða pantaðar pizzur upp í KA heimili og eftir mat er frjáls tími sem er tilvalin fyrir ungmennin að reyna pakka öllu sem þau geta. Kvöldinu er svo lokað með kvöldvöku sem hefst upp úr kl. 21:00

 

Brottfaradagur

Á laugardeginum er gegnið frá öllu áður en haldið er upp í fjall og allt sett í rúturnar.

Farið er í fjallið og skíðað eitthvað framyfir hádegi en það fer mikið eftir veðri síðustu daga og á laugardeginum sjálfum.

Heimkoma verður auðvitað háð því hversu lengi er skíðað en áætlað er að komið verði heim um 20:00

 

Skíðlyftur

Allir fá afhent skíðakort/lyftukort og þarf að passa vel upp á það. Ef kortin týnast þarf að versla nýtt kort sem kostar 1100kr.

Kortunum á að skila til starfsmanna að lokinni ferð en annars er greitt er fyrir týnd kort.

Þeir sem eiga kort í Hlíðarfjalli sækja um endurgreiðslu. Best er að setja í athugasemd við skráningu.

 

Þeir sem eru að leigja Búnað.

Hægt er að Leigja skíði, skíðaskó, bretti og brettaskó í Hlíðarfjalli. Leiga á öllum búnað fer fram í gegnum Garðalund. Við munum safna upplýsingum í gegnum skráningarsíðuna og sendum listann á leiguaðilann. Greitt er fyrir búnaðinn um leið og þið skráið leiguna.

En leigan er 11.160kr.-

 

Matarmál

Borðið morgunmat áður en þið leggið af stað. Hafið með ykkur nesti í rútuna en við stoppum einnig stutt á leiðinni og þá er hægt að kaupa sér eitthvað smá.

Innifalið í ferðinni er morgunmatur fimmtudag, föstudag og laugardag. Kvöldmatur miðvikudag, fimmtudag og föstudag.

Annað nesti þurfið þið að koma með sjálf eða versla á Akureyri t.d. hádegismat upp í fjallinu.

 

Reglur og viðurlög við brot á reglum

Í öllum ferðum og viðburðum á vegum Garðalundar og Garðaskóla gilda almennar skólareglur og reglur félagsmiðstöðvarinnar. Orkudrykkir eru bannaðir.

Ef upp koma alvarleg brot svo sem ofbeldi skemmdaverk, drykkja, notkun nikótíns eða notkun annarra vímu- og/eða ávanabindandi efna verður viðkomandi sendur heim á kostnað foreldris.

Nánar má lesa um reglur og viðurlög við brotum á þeim á heimasíðu Garðalundar. https://www.gardalundur.is/reglur

 


 

Það sem þarf að hafa með sér í skíðaferðina og annað sem er mikilvægt að hafa í huga.

 

Reynið að takmarka farangur eins og hægt er. Miðað er við að hver sé með skíðaútbúnað og svo eina stóra íþróttatösku eða litla ferðatösku fyrir föt.

 

SKÍÐADÓTIÐ ER SETT EFST Í TÖSKUNA!!

Það má alls ekki pakka skíðafötum með skíðunum eða í brettapokann því nemendur skipta um föt í KA heimilinu við komu en skíðin og brettin fara ekki út úr rútunum. Þannig skíðaföt þurfa að vera efst í almennum farangri.

Farangur:

Svefnpoki, koddi og lak (EKKI koma með sæng, það tekur of mikið pláss í rútunum).

Tannbursti, tannkrem og aðrar nauðsynlegar snyrtivörur eins og svitalyktareyði

Skíða/bretta-græjur

Hjálmur (skylda)

Skíðaföt (muna eftir undirlaginu, mikilvægt svo manni verði ekki kalt)

Skíðagleraugu

Þægileg kósýföt um kvöldið eftir allan skíðahasarinn

Nærföt og sokka til skiptanna

Náttföt

Sundföt og handklæði

Inniskór → Í KA heimilinu er skylda að fara úr skónum og því gæti mörgum fundist gott að hafa með sér inniskó eða góða þykka sokka

Bakpoki / til að hafa í rútunni og fjallinu

 

Aukahlutir sem er gott að hafa með sér

Hleðslutæki

Hleðslubanka

Heyrnatól