Nördaklúbburinn

Nördaklúbburinn er klúbbastarf fyrir alla sem hafa áhuga í 8. - 10. bekk.

Klúbburinn er mikið til samansafn af ungmennum af öllum kynjum sem hafa áhuga á að spila Dungeons & Dragons. Aðrir koma til að taka þátt í rafíþróttaklúbbnum okkar eða bara fyrir félagsskapinn og allt hitt sem fer fram. yfir önnina eru alls konar spil og leikir prufaðir svo sem Virual Reality, LARP, Retro leikjatölvur og margt, margt fleira.