Garðalundur er félagsmiðstöð staðsett í Garðaskóla, þar sem unglingar á aldrinum 13-16 ára geta varið frítíma sínum í öruggu umhverfi. Garðalundur vinnur út frá jafnréttishugsjónum og stuðlar að tilfinninga- og félagsþroska ungmenna í gegnum tómstundir.
Á skólatíma er að öllu jöfnu hægt að slappa af í Garðalundi milli tíma, í eyðum og matmálstímum. Opnanir eru samt sem áður háðar viðveru starfsmanna og getur verið breytilegur sökum anna.
Á opnum húsum er opið í tæki og tól Garðalundar svo sem billiard, borðtennis, pílu, fótboltaspil, og leikjatölvur. Á flestum kvöldum stendur starfsfólk Garðalundar og félagsmálaval Garðaskóla sem er valáfangi í boði félagsmiðstöðvarinnar upp á dagskrá sem ungmennin sníða sjálf og stýra.
Opin hús eru alla mánudaga, miðvikudaga og föstudaga frá klukkan 19:00 - 22:00
Stærri viðburðir eru þó nokkrir yfir árið en þar má nefna, dansskeppni, söngkeppni, skíðaferðir, draugahús, stíll (hönnunarkeppni), árshátíð böll og vorferðir. Þessir viðburðir eru ávallt vel sóttir og eru unnir í samstarfi af félagsmálavalinu, starfsmönnum Garðalundar og Garðaskóla.
Yfir veturinn bjóðum við upp á klúbbastarfi. Markmið klúbba er að bjóða upp á fjölbreytt val fyrir unglinga af skipulögðu tómstundastarfi í öruggu umhverfi. Starfið einkennist af því að unnið er með ákveðin áhugamál eða þemu. Klúbbastarfið er alla þriðjudag og fimmtudaga frá kl: 19:00 til 22:00. Þeir klúbbar sem eru í boði núna eru: dungeons and dragons, leiklist, larp, rafíþróttir, borðspil. Svo tökum við vel á mót hugmyndum að klúbbum.
Hópastarf er í boði fyrir ákveðna hópa. Þar eru viðfangsefnin valin út frá hópnum og er þá oft verið að velja einstaklinga í hópastarf til að vinna með félagsfærni, einangrun eða samskipta- og hegðunarvanda. Við hvetjum foreldra til að vera í sambandi ef þeir telja að hópastarf gæti verið fyrir sitt barn en annars eru hóparnir unnir í samstarfi við skólann.