Um Garðalund

Félagsmiðstöðin Garðalundur.

Garðalundur er félagsmiðstöð staðsett í Garðaskóla, þar sem unglingar á aldrinum 13-16 ára geta varið frítíma sínum í öruggu umhverfi. Garðalundur vinnur út frá jafnréttishugsjónum og stuðlar að tilfinninga- og félagsþroska ungmenna í gegnum tómstundir.

Opnunartími Garðalundar

Á skólatíma er að öllu jöfnu hægt að slappa af í Garðalundi milli tíma, í eyðum og matmálstímum. Opnanir eru samt sem áður háður viðveru starfsmanna og getur verið breytilegur sökum anna.

Kvöldopnanir alla mánudaga, miðvikudaga og föstudaga frá 19:00 – 22:00 og eru allir velkomnir á þessum tíma til að taka þátt í dagskrá kvöldsins eða slappa af, spjalla og eða njóta sín á þann hátt sem þeir kjósa.

Einnig stendur Garðalundur fyrir klúbba og hópastarfi yfir veturinn serm er auglýst hverju sinni. dæmi um klúbba- og hópastarf er Söngleikurinn, Nördaklúbburinn, stráka- og stelpuhópastarf og aðrar sniðugar hugmyndir sem koma til vegna áhuga ungmennanna, eða þörf innan skólasamfélagsins.