Hvert get ég leitað?

Í Garðalundi á öllum að geta liðið vel. Óviðeigandi hegðun og/eða ofbeldi á aldrei að viðgangast hvar eða hvernig sem hún birtist. Þessvegna leggjum við mikið upp úr því að ráða til okkar frábært fólk með opin hug og opið hjarta.
Við leggjum mikið upp úr því að fræða fólkið okkar og þjálfa svo það geti tekist á við upplifanir ungmenna og til að stuðla að heilbrigðum og góðum samböndum milli starfsfólksins og ungmennana.

Garðalundur vill búa til öruggt og jákvætt umhverfi sem byggir á jafnrétti og kærleika. Starfsmenn Garðalundar sækja reglulega námskeið sem fjalla um viðbrögð og nálgun á þeim erfiðu málum sem upp geta komið. Við viljum uppræta ofbeldi hvar sem það kann að koma fram og því hvetjum við alla sem telja sig hafa orðið fyrir óæskilegri eða óviðeigandi hegðun til að senda okkur ábendingu í gegnum síðuna okkar sem má nálgast hér.
Ef barn hefur orðið fyrir ofbeldi svo sem kynferðis-, andlegu-, eða líkamlegu ofbeldi ber að tilkynna málið beint til barnavernd Garðabæjar.

Ef þú hefur áhyggjur af framkomu starfsmanna Garðalundar eða barni og treystir þér ekki til að nýta ábendingarformið okkar er meira en sjálfsagt að senda ábendingu beint á forstöðumann Garðalundar John Friðrik Bond Grétarsson, johnbond@gardalundur.is eða íþrótta-, tómstunda- og forvarnarfulltrúa Garðabæjar Kára Jónsson, karijo@gardabaer.is

Önnur úrræði sem standa ungmennum til boða:

Eitt líf - Eitt líf er frábær heimasíða sem býður upp á svokallaða úrræðaleitavél. Leitarvélin notar upplýsingar sem þú gefur til að finna hentugustu úrræðin fyrir þinn vanda. Við hvetjum alla til að kíkja inn á eittlif.is og kynna sér vefinn. Inn á eitt líf eru flest öll úrræði ef ekki öll en við munum telja upp nokkur af þeim helstu hér að neðan.

Rauði krossinn - Hjálparsími, 1717 og netspjall Rauða krossins er frábær hjálparlína sem allir geta nýtt sér en þar er til dæmis aðstoðað vegna einmanaleika, þunglyndi, kvíða, sjálfsvígshugsanir, sjálfskaða, kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi, einelti og stríðni.

Bergið Headspace - Bergið er ráðgjafa og stuðningssetur fyrir ungt fólk upp að 25 ára aldri. Þar vinna ráðgjafar sem hægt er að spjalla við um allt sem er að gerast i þínu lífi.

Við erum að vinna að því að bæta inn síðum og upplýsingum en við mælum með að nota úrræðaleitarvélina á eittlif.is.