Fjáröflun
Fjáröflun
Fyrsta fjáröflunin Skólaársins er loksins farin i loftið en hún er gerð í samstarfi við Dufland sem hafa gefið okkur frábært verð á vörunum þeirra og sumar án endurgjalds sem gerir þær að frábærum fjáröflunarvörum.
Hér er listi yfir vörurnar og hlekkir til að lesa betur um og hvet ég alla til að kynna sér vörurnar vel áður en þið farið að selja þr því þetta eru einstaklega vandaðar og góðar vörur.
Ýtið á þær vörur sem þið viljið skoða og hlekkurinn fer með ykkur neint inn á Dufland.is en undir þeim eru svo frekari upplýsingar.
Þeir sem hafa áhuga á að nýta sér fjáröflunina Hafa nokkar möguleika sem þau geta nýtt sér sem eru kynntir hér í undirsíðunni fjáröflunarleiðir
SLC - Fresh Linen Laundry Sheets (Þvottaefni)
SLC - Free and Clear Laundry Sheets (Þvottaefni)
SLC - Sandbar Fabric Softener Sheets
SLC - Seabreeze Fabric Softener Sheets
Atomic Flameboy Barbeque kveikjari
Hér eru aðeins meiri upplýsingar svo sem magnið sem er til af vörunni. hvað þið kaupið vöruna á og tillaga um hvað þið gætuð selt hana á.
Verðin hér að ofan eru tillögur. þið megið hækka vöruna eða selja hana ódýrari. fyrir einhverja gæti til dæmis verið sniðugara að selja þvottaefnið eða ilmkúlurnar ódýrari og reyna selja mikið af því á meðan aðrir eiga betri möguleika á að selja þetta á aðeins meira verði en mögulega geta selt færra fólki þetta.
Foreldrar og börn þurfa að taka þátt saman í þessu því það þarf að gang aum eða keyra með vörur, fá fólk til að leggja inn fyrir þeim eða taka á móti seðlum þar sem það á við.
Við mælum með að foreldrar aðstoði börnin við að búa til sparnaðarreikning sem ágóðinn fer inn á og verði notaður svo til að greiða þær ferðir, viðburði og/eða kaup á Garðalundar/Garðaskóla fötunum sem er alveg að koma að.
til dæmis um þá viðburði sem eru á næstunni er hér líkan sem foreldrar 8. bekkjar ættu að kannast við en þá geta foreldrar einnig metið hversu mikilvægt það er fyrir þeirra börn að taka þátt.
Að gefnu tilefni vill ég hvetja alla 10. bekkinga og foreldra þeirra til að veita þessari fjáröflun sérstaka athygli því á næstu önn er skíðaferð og vorferðir sem kosta mikið og okkur finnst að með því að ungmennin vinni sér sjálf inn fyrir þó ekki nema hluta af ferðinni að þá verði ávinningur þeirra mun meiri en ef þau fá ferðina afhenta í hendurnar.
Hér að neðan má sjá hver kostnaður skólaársins 2022 -2023 var en má gera ráð fyrir að einhverjir af þessum viðburðum hafi hækkað og fatnaðurinn kemur frá dýrari framleiðanda þetta árið auk þess sem þetta nær ekki yfir allt sem fram fer í Garðalundi.