Fjáröflun

Fjáröflunarleiðir


Þetta eru tillögur en auðvitað hafið þið fullkomið frelsi með það hvernig þið standið að fjáröfluninni. eina sem þarf að gerast er að þið greiðið fyrir þær vörur sem þið takið úr Garðaskóla til að koma í veg fyrir að ég endi í rugli með hver hafði greitt hvað :)


Tillgaga um hvað ungmenni geta sagt þegar þau ganga í hús.


Byrja á að bjóða góðan dag eða gott kvöld og kynna sig.

Segja hvaðan þið eruð að koma.

T.d;

Góða kvöldið ég heiti John og er nemandi í Garðaskóla.

Garðalundur sem er félagsmiðstöðin okkar er að aðstoða okkur með fjáröflun, hefðir þú áhuga á að kaupa þvottaefni, mýkingarefni eða lyktarkúlur í þvottavélina?


Ef já þá getið þið útskýrt og sagt frá hvaða möguleika þið hafið og er þá gott að hafa meðferðis eitt sett til að sýna fólki.

Ef þi eruð spurð út í það fyrir hverju þið eruð að fjárafla að þá er gott að vera búinn að hugsa aðeins út í þá viðburði sem þið sjáið fyrir ykkur að taka þátt í.  

Svo sem ferðalög með íþróttafélagi, Skíðaferðir, vorferðir með skóla/félagsmiðstöð eða annað sem þið sjáið fram á að taka þátt í.


Ef fólk segir nei að þakka þá fyrir kurteisilega og kveðja.


Upplýsingar um vörur

Hægt er að nálgast vörur á skólatíma og á opnunartíma Garðalundar, Vörurnar þarf að greiða með korti í posanum okkar.


SLC - Fresh Linen Laundry Sheets (Þvottaefni) 

SLC - Free and Clear Laundry Sheets (Þvottaefni)

SLC - Sandbar Ilmkúlur

SLC - Seabreeze Ilmkúlur

SLC - Sandbar Fabric Softener Sheets

SLC - Seabreeze Fabric Softener Sheets

Atomic Flameboy Barbeque kveikjari