Skíðaferð 9. bekkur

9 . bekkur fer í skíða og brettaferð í Bláfjöll 11. – 12. mars.

Flestir eru nú að verða búnir að staðfesta sig í ferðina með því að fylla út upplýsingaskjalið okkar og greiða fyrir ferðina. Það er mjög mikilvægt að allir klári þessa hluti í síðasta lagi 2. mars en þau sem hafa ekki lokið skráningu þá hafa sjálfkrafa sagt sig úr ferðinni. Hér koma helstu dagsetningar fram að ferð.

2. mars

Síðasti séns til að staðfesta skráningu og tryggja sér sæti í skíðaferðina. Greiða þarf greiðsluseðil og fylla út upplýsingaskjalið (Ýtið hér). Þau sem klára þetta ekki 2. Mars gætu lent í því að komast ekki með.

11. mars

Lagt af stað í rútum frá Garðaskóla kl 9:00 mæting kl 08:30

12. mars

Áætluð heimkoma á föstudeginum er 18:00 lagt af stað 17:15

Innifalið í verðinu fyrir ferðina eru rútur, skíðapassi og kvöldverður fimmtudagskvöldið. Annað nesti þurfa ungmennin að sjá fyrir sér sjálf og taka með sér að heiman því nestissalan í Bláfjöllum er lokuð.

Þau sem hafa merkt við og ætla leigja búnað í Bláfjöllum greiða fyrir það þegar þau sækja búnaðinn sinn í leiguna.


Það sem þarf að hafa með sér í skíðaferðina og annað sem er mikilvægt að hafa í huga.

Reynið að takmarka farangur eins og hægt er. Við höfum ekki endalaust pláss í rútunum. Miðað er við að hver sé með skíðaútbúnað og svo eina stóra íþróttatösku eða litla ferðatösku fyrir föt.

SKÍÐADÓTIÐ ER SETT EFST Í TÖSKUNA!!

Farangur:

● Svefnpoki, koddi og lak (má koma með sæng líka en henni þarf að pakka vel þannig hún taki sem minnst pláss en við mælum með svefnpoka)

● Tannbursti, tannkrem og aðrar nauðsynlegar snyrtivörur eins og svitalyktareyði

● Skíða/bretta-græjur

● Hjálmur (skylda)

● Skíðaföt (muna eftir undirlaginu, mikilvægt svo manni verði ekki kalt)

● Skíðagleraugu

● Þægileg kósýföt um kvöldið eftir allan skíðahasarinn

● Nærföt og sokka til skiptanna

● Náttföt

● Inniskór → Í skálunum er skylda að fara úr skónum og því gæti mörgum fundist gott að hafa með sér inniskó eða góða þykka sokka

● Bakpoki / til að hafa í rútunni og fjallinu

Aukahlutir sem er gott að hafa með sér

● Hleðslutæki

● Hleðslubanka

● Heyrnatól

Mæting kl 08:30 12. mars - leggjum af stað 09:00

(fara snemma að sofa, erfitt að byrja ferðina þreyttur).

Áætluð heimkoma er kl 18:00 13. mars, lagt af stað frá Bláfjöllum um 17:15

Borðið morgunmat áður en þið leggið af stað. Hafið með ykkur gott og hollt nesti.

Innifalið í ferðinni er kvöldmatur á fimmtudeginum, morgunmatur og hádegismatur á föstudeginum. Annað nesti þurfið þið að koma með sjálf.

Þeir sem eru að leigja Búnað.

Það Kostar 3750 krónur að leigja búnað fyrir báða dagana. Þið greiðið sálf þegar þið fáið búnaðinn afhendann í bláfjöllum.