September

Smá breyting breyting á plani Raveballið hefur verið flutt frá 8. okt til 15. okt og færum við því bolagerðina fram í október dagskránna. en hér er þá lokadagarnir í september.

Bjóðum 8. bekk velkomin í garðalund

Garðalundur ætlar að tileinka fyrstu vikurnar 8. bekk. Bæði til þess að bjóða 8. bekk velkomin í skólann og að aðstoða þau við að læra á félagslífið og skólabraginn. Það skiptir miklu máli að ungmennin finni að þau hafi stað, og fái að taka pláss í félagsmiðstöðinni en ekki síður mikilvægt að þau tileinki sér þær reglur og gildi sem við fylgjum hér svo öllum geti liðið vel. Það er alltaf mikil spenna í hópum þegar þau eru að byrja skólagöngu á haustin og hvað þá í nýjum skóla og félagsmiðstöð í fyrsta sinn.

Til að mæta þessari spennu verða haldin bekkjarkvöld fyrstu vikurnar þar sem ungmennin mæta í félagsmiðstöðina kl 19:00 í kynningu, spjall og hópefli. Eftir kynninguna verður félagsmiðstöðin opin til 22:00 þar sem starfsmenn sýn allt sem Garðalundur hefur upp á að bjóða.

Kynningarkvöld fyrir nemendur 8. bekkjar

8. ALH 25. ágúst

8. ARO 27. ágúst

8. EHR 30. ágúst

8. HK 1. sept

8. KS 2. sept

8. RA 3. sept

8. SR 6. sept

8. SSH 8. sept

8. ÞH 10. sept