Hofsstaðaskóli

Kæru foreldrar Í Hofsstaðaskóla

Það er okkur sönn ánægja, stjórnendum Garðalundar og Hofsstaðaskóla að kynna upphaf félagsmiðstöðvarstarfs í Hofsstaðaskóla á vegum Garðalundar í samstarfi við Hofsstaðaskóla.

Fyrir þá sem þekkja ekki til starfsemi Garðalundar að þá er það félagsmiðstöð sem þjónustar ungmennin í Garðaskóla en hægt er að skoða allt það helsta um okkar starfsemi inn á www.gardalundur.is en í stuttu máli þá er Garðalundur félagsmiðstöð staðsett í Garðaskóla, þar sem ungmenni á aldrinum 13-16 ára geta varið frítíma sínum í öruggu umhverfi. Garðalundur vinnur út frá jafnréttishugsjónum og stuðlar að tilfinninga- og félagsþroska ungmenna í gegnum tómstundir.

Starfsemi Garðalundar í ofstaðaskóla hefst mánudaginn 18. október og verður alla mánudaga fram að jólafríi á tímanum 16:30 til 18:30.

Við munum nýta fyrsta daginn í að kynnast ungmennunum, hafa hópefli og fá hugmyndir frá þeim um hvað þau vilja gera í félagsmiðstöðinni en út frá því munum við svo móta dagskrá fram að jólum sem verður gefin út og send til foreldra.

Hér inni mun svo birtast dagskrá fram að jólum þegar hún er tilbúin.