Dagskrá Garðalundar

Dagskrá Garðalundar

Dagskrá Garðalundar samanstendur af svokölluðum opnum húsum, stærri viðburðum, klúbba og hópastarfi.

Opið Hús

Á opnum húsum er opið í tæki og tól Garðalundar svo sem billiard, borðtennis, fótboltaspil, og leikjatölvur. Á flestum kvöldum stendur félagsmálaval Garðaskóla sem er valáfangi í boði félagsmiðstöðvarinnar upp á dagskrá sem ungmennin sníða sjálf og stýra.

Opin hús eru alla mánudaga, miðvikudaga og föstudaga frá klukkan 19:00 - 22:00

Stærri viðburðir

Stærri viðburðir eru þó nokkrir yfir árið en þar má nefna, dansskeppni, söngkeppni, skíðaferðir, draugahús, stíll (hönnunarkeppni), árshátíð böll og vorferðir. Þessir viðburðir eru ávallt vel sóttir og eru unnir í samstarfi af félagsmálavalinu, starfsmönnum Garðalundar og Garðaskóla.

Klúbba og hópastarf

Klúbba og hópastarf er ýmislegt, þar má helst nefna Nördaklúbbin og söngleikinn þar sem er unnið með áhugamál ungmenna en einnig er ávallt hópastarf í gangi þar sem er unnið með félagsfærni ákveðinna hópa. Klúbbar og hópar eru mótaðir út frá áhugasviði nemenda og starfsmanna og erum við ávallt opin fyrir hugmyndum.