Auglýsing

Hæ hó --- Við áætlum að opna kvöldstarfið 2018-2019 í Garðalundi miðvikudaginn 5. september. 
Velkomin í skólann og gangi ykkur vel að komast í gang.
Við munum auglýsa upp starfið á næstu dögum - bæði á skjánum í gryfjunni og á Instagram og facebook.  Ætlunin er að hafa opið flest öll kvöld vikunnar og dagskráin kemur upp um leið og nemendafélagið er komið í gang.  Þangað til - góðar stundir.

Hefðbundinni vetraropnun lauk miðvikudaginn 2. maí. með FiFA- kvöldi.   Kvöldopnun sem verið hefur  mánudaga, miðvikudaga og föstudaga í vetur er lokið í félagsmiðstoö.  Einhverjir hópar starfa samt sem áður áfram fram í maí og ljúka með ýmsist uppskeruhátíð og ferðum.  Við tekur vordagskrá,  undirbúningur árgangsferða, árbókar, skipulag vinnuskóla ofl.  Styttist í próf og annað skólatengt.
Dagskrárliðir eins og Vorlan, bíóferðir  ofl. verða sérstaklega auglýstir þegar við á.

Minnum alla á að skrá sig í vinnuskóla sem ætla -  Skráningin er á heimasíðu Garðabæjar, www.gardabaer.is

 

Árshátíðin fer fram í Ásgarði þriðjudaginn 24. apríl.  Húsið opnar kl. 18.30   Hátíðin stendur fram undir miðnætti 23.30.  Rútur heim fyrir þá sem vilja.
Gnótt af skemmtiatriðum frá nemendum , Flóni, Birnir, Dj Egill spegill,  Grillvagninn með gómsætan hamborgara og meðlæti eins og hver getur látið í sig - drykkir innifalið.   Eftirréttur.   Miðasala er í gangi í frímínútum og hádegi.  - á fullu fram að hádegi þriðjudag.    Sama verð og í fyrra kr. 4500.  Sjoppa á staðnum.

 

Hæ - hó... Fáum heimsókn frá Skemmtigarðinum - þau eru með lazer tag í kvöld fyrir okkur í Garðalundi.   Ennþá hægt að skrá sig....  Geðveikt stuð og stemmning.

Athugið að þetta er boði NFG og félagsmiðstöðar....svona smá sumardaginn fyrsta gleði.

VIÐ ERUM Á FACEBOOK!

Promote Your Page To

Viðburðadagatal

October 2018
M T W T F S S
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 1 2 3 4

Garðalundur