Auglýsing

Leikfélag Garðalundar leggur nú lokahönd á leikritið Litlu hryllingsbúðina sem var fyrst sett á svið hérlendis árið 1985. Leikritið fjallar um Baldur sem vinnur í blómabúð Músnikks. Hann er yfir sig hrifinn af samstarfskonu sinni Auði sem því miður er í sambandi við ofbeldisfullan tannlækni. Búðin er við það að fara á hausinn en þegar Baldur finnur dularfulla plöntu sem hann nefnir í höfuðið á Auði fara viðskiptin að margfaldast því plantan dregur að sér mikla athygli. Hins vegar er vandamálið að hún nærist einungis á mannablóði. Það koma margar að leikritinu ýmist sem leikendur, dansarar, tæknifólk, búningahönnuðir, leikmyndagerðarmenn eða að miðasölu. Leikritið er í höndum hópi nemenda úr Garðaskóla í 9. og 10. bekk og leikstjóri er Ásta Júlía Elíasdóttir en tónlistarstjórn er í umsjón Baldvins Eyjólfssonar. Miðasala fer fram í gegnum tölvupóstfangið Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. og er miðaverð 1500 kr. En sýningar eru sem hér segir:

Frumsýning 7.apríl kl.19:30 uppselt

2.sýning 9.apríl kl.19:30

3.sýning 10.apríl kl.19:30

4.sýning 11.apríl kl.16:00

5.sýning 12.apríl kl.16:00

Hægt er að fylgjast með okkur hér á heimasíðunni eða á Snapchat@litlahryllingsb, á Instagram @litlahryllingsbuðin eða  á facebook.com/gardalundur

Símanúmerið 820 8572 mun svo verða virkt eftir páskafrí fyrir miðasöluna.

Það verður páskabingó á föstudagskvöldið, byrjar kl.20, húsið opnar kl.19.

Sprengjugengið kemur í heimsókn á miðvikudaginn og verður með brellusýningu. Í sprengjugenginu eru helstu sérfræðingar Íslands í efnafræðibrellum. Meðlimir sprengjugengisins eru nemendur í efna- og lífefnafræði við Háskóla Íslands.

Í kvöld á opnu húsi er skákmót, ert þú búin/n að skrá þig?
Skráning í fullum gangi í hádeginu í dag...það er til mikils að vinna, bikar ofl.

VIÐ ERUM Á FACEBOOK!

Promote Your Page To

Viðburðadagatal

April 2015
M T W T F S S
30 31 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 1 2 3