Auglýsing

Sími vinnuskólans er kominn í lag.

 

Skilaboð frá Vinnuskóla Garðabæjar


Kæru foreldrar/forráðamenn og nemendur vinnuskólans símkerfið í Garðaskóla liggur niðri og er því ekki hægt að hafa samband við skrifstofu vinnuskólans. Verið er að vinna að lagfæringu kerfisins. Hins vegar er hægt að hafa samband við yfirflokkstjórann Tinnu í síma 820 8572 eða við yfirflokkstjórann á Álftanesi Markús í síma 617 1544.

Jafnréttisfræðsluverkefnið ,,Hugsað um ungabarn“


„Þetta er frábært verkefni, ómetanleg æfing í þolinmæði og þrautseigju.“
Móðir drengs sem tók þátt í verkefninu

Vinnuskóli Garðabæjar og félagsmiðstöðin Garðalundur í samstarfi við Ólaf Grétar Gunnarsson fjölskyldu- og hjónaráðgjafa bjóða upp á kynningu á námskeiði sem ber titilinn Hugsað um ungabarn á mánudaginn kemur 22.júní kl.13:15 í gryfjunni í Garðaskóla.

Verkefnið er fyrir unglinga fædda 1999. Drengir og stúlkur fá ungbarnahermi með sér heim og fá reynslu af því að annast ungabarn” tæpa tvo sólarhringa. Þessi reynsla felur í sér tækifæri til að læra um umönnun ungabarna, gera mistök og leiðrétta þau, án þess að það hafi áhrif á raunverulegt ungabarn. 

Verð fyrir þátttöku er kr. 14.900.
Í júní eru eftirfarnar dagsetningar í boði: 24. - 26. og 26. - 28.
Í júlí eru eftirfarnar dagsetningar í boði: 22. – 24. og 24. - 26.
Nemendur fá ungbarnaherminn kl. 14:00 daginn sem þeir hefja verkefnið. Undirbúningsfræðsla frá kl. 14:00 til 15:30 þann dag. Nemendur skila herminum kl. 10:00 tveimur dögum eða 44 klukkustundum síðar. Nemendur sem eru með herminn yfir helgi skila honum kl. 10:00 á mánudagsmorgni. Skráning hjá
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Landlæknisembættið mælir með þessu verkefni. Það er byggt á elstu og árangursríkustu kennsluaðferðinni „Learning by doing“ sem þýðir að yfir 90% unglinga ná góðum árangri.


Frá árinu 2004 hafa um 4.000 unglingar tekið þátt í verkefninu og hafa þeir oft haft frumkvæði af því sjálfir. Hjúkrunarfræðinemar í HÍ og HA, kennaranemar í HÍ og laganemar í HR hafa einnig notað verkefnið. Allir þessir hópar mæla með því. Jafnréttisfræðslan hefur hlotið fimm tilnefningar til foreldraverðlauna Heimilis og skóla, landsamtaka foreldra. Einnig hefur verkefnið verið tilnefnt til Íslensku lýðheilsuverðlaunanna árið 2007.

Jafnréttisfræðsla er mikilvæg meðal annars í ljósi rannsókna um ólíka notkun feðra og mæðra á fæðingarorlofinu.

Tíðni ótímabærra þunganna er hærri hér en í löndunum sem við berum okkur saman við, sem birtist meðal annars í því að 30% skilnaðarbarna eru þriggja ára og yngri. Þar af leiðandi eru fleiri einstæðir foreldrar hér á landi með ungabörn en í samanburðarlöndunum.
Vitað er að innsýn í þarfir ungabarna hjálpar einstaklingum að takast á við streituna sem fylgir aðlögun að foreldrahlutverkinu. Streita er helsti orsakavaldur skilnaða foreldra ungabarna.

Hér er slóð inn á kynningarmyndband um verkefnið, www.facebook.com/gardalundur


Vinnuskólinn hefst fyrir nemendur f. 1999 og 2000 fimmtudaginn 11.júní. Mæting er kl. 8.30 og dregið í hópa. Álftnesingar mæta við íþróttamiðstōðina.  Austurbæingar mæta við  norðurbyggingu Garðaskóla. Mikilvægt að koma klædd eftir veðri.  Flokkstjórar 2015.

VIÐ ERUM Á FACEBOOK!

Promote Your Page To

Viðburðadagatal

August 2015
M T W T F S S
27 28 29 30 31 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 1 2 3 4 5 6