Auglýsing

Jæja síðasta ball vetrarins er á næsta leiti. Það er enginn annar en Herbert Guðmundsson sem ætlar að trylla lýðinn með sínum vinsælu slögurum á borð við Can't walk away ofl. Fleiri munu skemmta þetta kvöld og það verður auglýst síðar í vikunni. Húsið opnar kl.20 og balli lýkur um 23:30. Rútur heim eins og venjulega.

Forráðamenn þurfa að skrá unglinginn sinn í vinnuskólann. Skráningin fer fram á www. gardabaer.is. og þar er hlekkur hægra megin (rauður kassi) til að komast inn á ráðningavef Garðabæjar. Athugið að við skráningu þarf unglingurinn að eiga bankareikning sem stofnaður er á kennitölu hans. Vinsamlegast ljúkið skráningu eigi síðar en 27.maí. Nánari upplýsingar um vinnuskólann eru hér á heimasíðu Garðalundar.

Nokkrar aukasýningar hafa verið skipulagðar á Hungurleikunum, þær eru sem hér segir:

Fimmtudaginn 8.maí

Föstudaginn 9.maí

Sunndaginn 11.maí

Allar sýningar hefjast kl.19:30 en húsið opnar kl.19:00. Miðaverð er 1300 kr. og hægt að panta í síma 820 8572 eða á netfangið Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. .

ÞAÐ ER UPPSELT Á ALLAR SÝNINGARNAR!

Hungurleikarnir er nýjasta leikverkið sem Garðalundur og Garðaskóli setja á svið. Leikgerð og leikstjórn er í höndunum á Ragnheiði Dísu Gunnarsdóttur en tónlistarstjórn er í höndum Baldvins Eyjólfssonar. Krakkarnir eru búin að leggja nótt við dag til að gera sýninguna sem glæsilegasta. Frumsýning er í kvöld 25.apríl, húsið opnar kl.19 en sýningin hefst stundvíslega kl.19:30. Miðaverð er 1300 kr. Hægt er að panta miða á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. eða í síma 820 8572. Uppselt er á frumsýningu og 2.sýningu en hér fyrir neðan má sjá aðra sýningadaga.

VIÐ ERUM Á FACEBOOK!

Promote Your Page To

Viðburðadagatal

August 2014
M T W T F S S
28 29 30 31 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31