Auglýsing

Þá er komið að síðasta opna húsinu fyrir jólin. Endilega kíkið í heimsókn, það verður jólamynd í boði. Gleðileg jól krakkar og hafið það gott í fríinu :) Sjáumst hress á nýju ári.

Þá er komið að hinu árlega jólaballi. Húsið opnar kl.19.30 og ballið hefst kl.20. Miðaverð er 1000 kr. en 1200 kr. við dyr. Það er enginn annar en Emmsjé Gauti sem kemur og tryllir lýðinn en um upphitun sjá þeir Dj G.Logi og Dj Notna. Ballinu lýkur kl.23:30 og það eru rútur heim. Góðgerðarmálefnið verður kynnt á morgun. Miðasala inni í féló á morgun til kl.14.

Þeir sem hafa áhuga á leikritinu endilega kíkið við í Garðalundi kl.17 í dag og hittið leikstjórann Ástu Júlíu. Athugið leikritið er einungis fyrir nemendur 9. og 10.bekkjar.

Einnig verður hittingur á þriðjudaginn kl.19. LEIKLISTARHITTINGUR FRESTAST VEGNA VEÐURS!

Útvarp Garðalundur hóf göngu sína í dag. Krakkarnir hafa verið önnum kafin að safna fé í verkefnið og gengið ágætlega en enn vantar smá upp á. Ef þú lesandi góður vilt leggja þeim lið í þessu lærdómsríka verkefni máttu hafa samband á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. og ákveða upphæðina. Endilega leggið við hlustir á FM 106,1. Á meðan á útvarpinu stendur verða ekki opin hús. Jólaball Garðalundar er svo á miðvikudagskvöldið 17.desemeber og miðasalan hefst á morgun.

VIÐ ERUM Á FACEBOOK!

Promote Your Page To

Viðburðadagatal

December 2014
M T W T F S S
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 1 2 3 4